Mynd dagsins: varúð! hefur þú fengið póst um að þú eigið inni pening hjá skattinum?

Fjölmargir Íslendingar hafa fengið tölvupóst í morgun. Þar segir að viðkomandi eigi inni endurgreiðslu hjá Skattinum.

Til þess að sækja um endurgreiðsluna á viðkomandi að smella á vefslóð og fylla þar út ákveðið form.

Með tölvupóstinum fylgir skjaldarmerki Íslands. Pósturinn sjálfur er stílaður að komi frá manni að nafni  Anan Booniam og netfangið er ekki í íslenskt. Tölvupósturinn er því blanda á íslensku og ensku.

Flestir ættu að átta sig á að þarna er um að ræða tilraun til að hafa fé af fólki. Þess ber að geta að þó flestir átti sig á hvernig er í pottinn búið, þá er alltaf einhver sem lætur plata sig. Það er þó alltaf spurning hvort fólk nenni að leggja sig eftir því að sækja 930.23 krónur, en ódámarnir virðast hafa gleymt að bæta við einu núlli aftast við upphæðina sem átti að telja fólki trú um að það ætti inni hjá skattinum.

Það er því mikilvægt vekja athygli á þessari tilraun svikahrappanna.

\"\"