Mynd dagsins: Sjáðu hvað mættu „margir“ á fund andstæðinga gegn O3 - Áttu aldrei von á þessum fjölda

Mynd dagsins: Sjáðu hvað mættu „margir“ á fund andstæðinga gegn O3 - Áttu aldrei von á þessum fjölda

„Alger synd að hafa misst af þessum fjölmenna fundi hjá andstæðingum O3.“

Þetta segir Sveinn Andri Sveinsson lögmaður. Hann birti á Facebook skjáskot af fundi þeirra sem eru á móti því að Orkupakki 3 verði samþykktur á Alþingi. Sá hópur hélt fund í þjóðmenningarhúsinu í gær og við það tilefni var kynnt skýrsla samtakanna um áhrif inngöngu Íslands í orkusamband Evrópusambandsins. Í inngangi segir að Alþingi og íslensk þjóð standi nú frammi fyrir einni stærstu ákvörðun sem þjóðin hafi staðið frammi fyrir á lýðveldistímanum og hugsanlega lengur.

Áhugi fyrir fundinum var nánast enginn líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd en hér má sjá frétt RÚV um málið.

Nýjast