Mynd dagsins: ritstjóri viljans reisir bænahús – „mikilvægt að tala opinskátt um trúna“

Mynd dagsins er að finna á vef Fréttablaðsins. Það er af litlu bænahúsi sem Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans hefur reist á jörðinni Másstöðum sem er undir Akrafjalli. Þar hefur Björn Ingi ásamt foreldrum sínum ræktað jörðina og gert að griðastað fjölskyldunnar.

Björn Ingi segir í samtali við Fréttablaðið að á Másstöðum ætli hann að setjast að í framtíðinni. Þá kveðst Björn Ingi vita um marga fleiri sem hafa í hyggju að fá sér sitt eigið bænahús. Þá stendur til að vígja húsið á næstu dögum og verður fenginn til þess prestur. Björn Ingi segir:

„Mér finnst mikilvægt að tala opinskátt um trúna og vera stoltur af því að trúa á bænina og mátt hennar. Það hefur kannski ekki verið mikið í tísku til skamms tíma, en ég held að það sé svolítið að breytast aftur [...] við erum öll í amstri hversdagsins að leita að einhverjum innri friði og ró.“

\"\"