Mynd dagsins: er þetta tímaferðalangur með farsíma á lækjartorgi? þekkir þú manninn?

Mynd dagsins að þessu sinni birtist fyrst í grúppunni Gamlar ljósmyndir fyrir þremur árum en var endurbirt á sama stað á haustmánuðum og vakti þá enn frekari athygli. Sá sem deildi henni fyrst var Kristján Hoffmann og sagði hann myndina tekna í kringum árið 1943 eða fyrir 76 árum síðan.

\"\"Myndin vakti mikla athygli og vildu margir meina að þarna mætti sjá tímaflakkara halla sér aftur að verslun með farsíma í hönd! Aðrir að hann væri að klóra sér á bakvið eyrað með pípu eða athuga hvort úrið hans virki. Bubbi Morthens tjáði sig um myndina og sagði:

„Fór með stækkunargler á þetta maðurinn er með síma þá er spurning þessi er þetta ekki tímaferðlangur?“

Kristján tjáði sig á sínum tíma við DV og greindi frá því að hann hefði fengið í hendur disk með gömlum ljósmyndum sem höfðu verið í eigu fjölskyldunnar. Kristján sagði einnig um myndina:

 „Eitt vekur athygli á þessari fallegu mynd er að uppað glugganum, á horninu á miðri mynd, hallar sér maður og er í GSM.“ Þá sagði Kristján glettinn að hugsanlega væri hann að tala í símann og bætti við:

 „Hann stingur í stúf, stendur einn og er með öðruvísi höfuðfat en hinir og trefil og hagar sér eins og við myndum gera í dag. Hann hefur yfirsýn yfir torgið og engu líkara en hann eigi í samræðum við einhvern í snjallsíma.“ Þá sagði Guðjón Friðriksson sagnfræðingur: „Ekki að spyrja að Íslendingum. Búnir að finna upp gsm langt á undan öðrum!“

Hvað segja lesendur? Hvað er maðurinn á myndinni að gera? Veist þú hver maðurinn á myndinni er?

\"\"