Moody‘s hækkar lánshæfiseinkunn landsvirkjunar

Matsfyrirtækið Moody‘s hefur hækkað lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar. Lánshæfiseinkunn án ríkisábyrgðar hækkar í Baa1 úr Baa2 og með ríkisábyrgð í A3 úr Baa1. Horfur eru metnar stöðugar að mati Moody‘s. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun.

Að mati Moody‘s endurspeglar hækkun á lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar án ríkisábyrgðar stöðuga styrkingu á fjárhagsstöðu fyrirtækisins, þar á meðal áframhaldandi lækkun skulda og minni markaðsáhættu. Grunneinkunn Landsvirkjunar hækkar, en hún gefur til kynna fjárhagslegan styrk fyrirtækisins án stuðnings frá eiganda.