María lilja hjólar í marglytturnar: „það að forréttindakerlingar hendi sér til sunds er ekki nein hetjudáð“

„Ef afrek telst að vinna verk af dugnaði og skila árangri þá telst það líklega til afreka að synda Ermarsundið með saumaklúbbnum sínum.“

Þetta segir María Lilja Þrastardóttir, fjölmiðlakona og stofnandi Druslugöngunnar um Marglytturnar. Marglytturnar er hópur kvenna, skipaður sex konum sem í gærkvöldi lauk boðsundi yfir Ermarsundið og tók það 15 klukkutíma að ljúka sundinu. Vildu þær með þessu vekja at­hygli á plast­mengun í sjónum og söfnuðu um leið fyrir Bláa herinn. María Lilja gagnrýndi fyrst hópinn á Twitter þar sem hún sagði:

„Marglyttur í Ermarsundi er mesta virtue signaling kjaftæði ever. Fyrir utan risavaxið kolefnasporið sem ferðalagið skilur eftir sig þá er áberandi bruðl hópsins á plastvörum einnig tragikómískur.“

Þá sagði hún í samtali við Fréttablaðið: „Ef afrek telst að vinna verk af dugnaði og skila árangri þá telst það líklega til afreka að synda Ermarsundið með saumaklúbbnum sínum. Það er samt engin hetjudáð og sannarlega engin fórn fyrir forréttindakonur að henda sér í sjóinn.“

María Lilja bætti við: „Marglyttur eru fyrst og fremst að skemmta sér en leyfa svo umhverfisverndarsamtökum að hirða upp eftir sig brauðmolana og annað sem til fellur af allsnægtaborðinu.“

Þá sagði María Lilja á öðrum stað: „Það að forréttindakerlingar hendi sér til sunds er ekki nein hetjudáð.“