Maðurinn sem sóttur var á skógafoss er látinn

Þyrla Landhelgisgæslunnar ásamt björgunarsveitum á Suðurlandi voru kallaðar út á tólfta tímanum í gær eftir að tilkynning barst um veikan ferðamann rétt fyrir ofan Skógafoss.

Björgunarsveitir voru fyrstar á vettvang og var þá ljóst að nauðsynlegt væri að fá aðstoð Landhelgisgæslunnar til að koma ferðamanninum undir læknishendur.

Á vef Fréttablaðsins er greint frá því að maðurinn sé látinn. Þetta staðfestir Oddur Árna­son, yfir­lög­reglu­þjónn á Suður­landi.

Um er að ræða erlendan ferðamann frá Suður-Kóreu. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um andlátið.