Lögmaður segir að þeir samherjamenn sem tengist mútumálinu í namibíu geti átt yfir sér þungar refsingar

Í fréttaskýringu Kveiks og Stundarinnar um útgerðarfélagið Samherja er sagt að það stundi stórfelldar mútugreiðslur til stjórnmálamanna og opinbera starfsmanna í Namibíu í Afríku með því markmiði að fá  fiskveiðikvóta. Einnig kemur fram í fréttaskýringunni að Samherji hafi notfært sér skattaskjól í þeim tilgangi að koma hagnaði úr landi. Þá notaði Samherji við norska ríkisbankann DNB til að millifæra mútugreiðslur til Dúbaí. Í samtali við Kveik sagði Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, að þær millifærslur yrðu rannsakaðar ef kæmi í ljós að um mútur væri að ræða. 

Í samtali við Mannlíf segir lögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson að aðilar sem tengjast mútumálinu geti átt yfir höfði sér þungar refsingar.

„Ef það sem fram kom í Kveik verður staðfest eða sannreynt af lögregluyfirvöldum á Íslandi geta þeir aðilar sem að málinu koma átt þungar fangelsisrefsingar yfir höfði sér. Við mútugreiðslum sem þeim sem lýst var í Kveik liggur fimm ára fangelsisrefsing við, samkvæmt almennum hegningarlögum,“ segir Ómar

Spurður hvort þeir Samherjamenn sem tengjast málinu geta verið dæmdir hér á landi svarar Ómar því játandi.

„Já, ég reikna með því að lögregla muni taka malið til skoðunar. Rannsóknir í svona málum geta staðið yfir í mjög langan tíma. Jafnvel tvö-þrjú ár, auðveldlega. Við höfum sem viðmið bankahrunsmálin, sem voru næstum í heilan áratug i rannsókn“