Kona handtekin fyrir að reyna að fella tré við norðurbrún: önnur neitaði að yfirgefa lögreglustöðina

Verkefni lögreglunnar voru af ýmsum toga og fjölbreytt í gær og í nótt. Rétt fyrir klukkan átta var tilkynnt um konu sem reyndi að fella tré við Norðurbrún með því að saga það niður.

Þegar lögregla mætti á svæðið kom í ljós að konan var ekki eigandi trésins.

Önnur kona var síðan til vandræða um klukkan hálf fjögur í nótt. Þá var ölvuð kona handtekinn við veitingahús í hverfi 101. Konan var grunuð um þjófnað en neitaði að gefa lögreglu upp nafn eða kennitölu. Hún var því handtekin og farið með hana á lögreglustöð og vildi fyrst í stað ekki fara að fyrirmælum lögreglu. Loks greindi konan frá því hver hún væri og var fljótlega tjáð að hún væri frjáls ferða sinna. Konan neitaði þá að yfirgefa lögreglustöðina og þurfti að gera það með valdi en í dagbók lögreglu segir:

Upplýsingar fengust um konuna og var hún þá laus en hún var treg til að yfirgefa lögreglustöðina og var því færð í tökum frá lögreglustöðinni.