Katrín fær glænýjan mercedes-benz jeppa frá skattgreiðendum: kostar 7.5 milljónir – 5,1 sekúndu upp í hundrað

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna mun í næsta mánuði fá í hendurnar glænýjan Mercedes-Benz EQC að verðmæti 7,5 milljóna króna. Bíllinn sem stjórnarráðið keypti er rafknúinn og ætlaður forsætisráðherra. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu.

Þá segir að samningurinn feli í sér kauprétt á þremur nákvæmlega eins bílum á næsta ári. Bíllinn er afar kraftmikill og getur farið á 5,1 sekúndu upp í hundrað kílómetra hraða.

Bílarnir fjórir munu kosta skattgreiðendur 30 milljónir króna. Þá er greint frá því á Eyjunni að árið 2017 var rekstur Stjórnarráðsins á ráðherrabílum 16,3 milljónir króna.