Kári gaf 250 þúsund: „erfitt fyrir gamlan sósíalista að sitja uppi með að vera svona auðkýfingur í þessu samfélagi“

„Kjarninn vekur athygli á sterkri stöðu Sósíalista sem náðu fyrir lítið fé að rífa sig frá fjölda nýrra framboða í Reykjavík og sækja meira fylgi en sumir þingflokkanna: „Sós­í­alista­flokk­ur­inn náði 6,4 pró­sent atkvæða í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum í Reykja­vík í fyrra og Sanna Magda­lena Mörtu­dóttir er í kjöl­farið í mjög sterkri stöðu í borg­ar­stjórn.“

Þetta segir Gunnar Smári Egilsson um þær fregnir að Kári Stefánsson hafi styrkt Sósíalistaflokkinn um 250 þúsund krónur.

Gunnar Smári bætir við: „Sós­í­alista­flokk­ur­inn var eini flokk­ur­inn sem náði inn kjörnum full­trúa sem er ekki með full­trúa á Alþingi í dag, og hafði því ekki aðgengi að þeim hund­ruð millj­óna sem hinir sjö flokk­arnir sem náðu inn er skammtað af fjár­lögum ár hvert. Sós­í­alistar ráku þess í stað mjög árang­urs­ríka, ein­beitta, skýra og stíl­hreina bar­áttu í gegnum sam­fé­lags­miðla fyrir sára­lítið fé sem vakti mikla og verð­skuld­aða athygl­i.“

Þá sagði Gunnar Smári einnig: „Flokkurinn skuldar engum og er ungur, frjáls og ört vaxandi. Kári er augljóslega smekkmaður á flokka.“

Þá vitnar Midjan.is sem ritstýrt er af Sigurjóni M. Egilssyni, bróður Gunnars Smára í viðtal sem tekið var við Kára fyrir nokkru í Stundinni.

„Það sem mér finnst hins vegar dálítið erfitt fyrir gamlan sósíalista er að sitja uppi með að vera svona auðkýfingur í þessu samfélagi.“