Jón Þór: „Ekki öskra á okkur, gefa okkur puttann eða negla niður“ - „Við erum að þessu fyrir ykkur“

Jón Þór: „Ekki öskra á okkur, gefa okkur puttann eða negla niður“ - „Við erum að þessu fyrir ykkur“

„Hvað get ég annað sagt en fyrirgefið mér“

Þannig hefst Facebook færsla Jóns Þórs Tómassonar. Jón starfar við snjómokstur meðal annars á Hellisheiðinni og segir að mikið af fólki sýni engan skilning á því hvað felst í því að moka vegi landsins á veturna. Hann segir að oft fái fólkið sem sinna þjóðvegum landsins bara skít og skömm.

„Ég vil bara að þið vitið að ég veit að ykkur langar að komast heim eftir erfiðan dag í vinnunni, eftir erfiðan viðtalstíma hjá lækni, eftir jarðarför, eftir að haf keyrt maka í flug. Ykkur langar að komast á viðburð sem þið keyptuð miða á fyrir mánuðum síðan. Ykkur langar að komast í sunnudagsmat til mömmu, upp í bústaðinn, í jólaboðið, afmælið og fullt af öðrum stöðum. Stundum kemur það samt fyrir að þið komist ekki því það er búið að loka vegunum. Sem betur fer sýna því flestir skilning, en oft fá þeir sem sinna vegunum bara skít og skömm og kallaðir nöfnum sem varla eru birtingarhæf. Þetta er ekki leikur hjá okkur, langt í frá. Við erum í vinnu, vinnu sem þarf að vinna, vinnu sem einhver annar munu vinna ef ég geri það ekki. Það eru um 200 manneskjur á Íslandi sem vinna við snjómokstur á vegum. Við erum að vinna í öllum veðrum við allar mögulegu aðstæður, alla daga, sunnudaga, jól, áramót, páska. Alla daga frá 15 september til 15 maí.“

Jón segir að þó snjómoksturstæki séu á litlum hraða eða jafnvel á miðjum veginum, þá séu þeir ekki að reyna að tefja fyrir vegfarendum. Þeir séu einfaldlega að sjá til þess að ferðalög landsmanna séu örugg. Þá biður hann fólk um að ekki að öskra eða gefa bílstjórum snjómoksturstækjanna puttann.

„Við leggjum allt á okkur svo þið komist í mat til mömmu, afmæli, vinnuna, bíó eða hvert sem þið eruð að fara. Þegar veðrið er virkilega vont, ekkert ferðaveður og ekkert vinnuveður erum við samt í vinnunni svo þið komist eins fljótt af stað og mögulegt er eftir að veðrið lagast. Við erum partur af því að þið, ættingjar og vinir komist undir læknishendur þegar veður er vont. Þó við séum á litlum hraða eða á miðjum vegi erum við ekki að reyna tefja ykkur. Við erum að reyna gera ferðalagið þitt eins öruggt og við getum. Gerið mér greiða. Ekki öskra á okkur, gefa okkur puttann eða negla niður beint fyrir framan snjómokstursbíl þó við höfum verið að tefja ykkur. Við erum að þessu fyrir ykkur.“

 

Nýjast