Jón már lenti í óskemmtilegu atviki á litlu kaffistofunni: „stundum er læst, trúðu því bara“

Kvikmyndagerðarmaðurinn Jón Már varð fyrir óskemmtilegu atviki þegar hann fór á salernið á Litlu kaffistofunni.

Þrátt fyrir að atvikið hafi verið óskemmtilegt fyrir Jón Má sem að fékk að vissu leiti áfall eins og hann segir sjálfur þá er atvikið mjög skondið fyrir þann sem heyrir af því.

„Fyrir nokkrum árum var ég við vinnu á Bláfjallasvæðinu og við fórum í mat á Litlu kaffistofunni. Skemmst frá því að segja fer ég á salernið í mission númer 2,“ segir Jón Már sem gaf Hringbraut góðfúslegt leyfi til þess að deila sögu sinni sem hann deildi í hópinn Meðal Jón/ína.

„Þegar ég er um það bil að ljúka því missioni kemur meðaljón sem trúir ekki á læstar dyr. Að hurð geti verið læst og einhver á salerninu er óhugsandi. Þannig að það dugar ekki fyrir hann að reyna að opna og mistakast heldur rífur hann af afli í húninn og brýtur upp læsinguna.

Fyrir þá sem eru ekki kunnugir staðháttum þá er salernið staðsett fyrir aftan afgreiðsluborðið. Þarna sit ég með pappír í hendi fyrir framan stóran hóp af túristum sem ætluðu að kaupa ostborgaratilboð en hættu líklega við. Og viðbrögð mann ræfilsins sem reif upp hurðina voru að grípa fyrir augun og öskra frekar en að loka hurðinni.“

Jón Már segir boðskap sögunnar vera að: „Stundum er læst, trúðu því bara.“