Icelandair hefur gert bráðabirgðasamkomulag vegna kyrrsetningu boing flugvélanna

Icelandair Group hefur tilkynnt að félagið hafi gert bráðabirgðasamkomulag við bandaríska flugvélaframleiðandann Boeing um bætur fyrir hluta þess tjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningar Boeing 737-MAX vélanna.
 
Í tilkynningunni kemur fram að upplýsingar um samkomulagið séu trúnaðarmál og að viðræður við Boeing munu halda áfram um að fá heildartjón vegna kyrrsetningarinnar bætt. Samkvæmt síðasta ársfjórðungsuppgjöri Icelandair meta þeir tjónið vegna kyrrsetningana á um 17,4 milljarða íslenskra króna. 

 

Icelandair Group segir að viðræður munu halda áfram við Boeing um að fá allt það tjón bætt sem kyrrsetning MAX-vélanna hefur valdið félaginu. Afkomuspá Icelandair Group fyrir árið 2019 stendur enn óbreytt.