Íbúar í grafarvogi beðnir að fara varlega - um 70°c heitt vatn streymir nú úr hitaveituholu við golfvöllinn

Um 70°C heitt vatn streymir nú úr hitaveituholu við golfvöllinn í Grafarvogi og út i sjó. Um er að ræða holu sem hefur ekki verið virkjuð en leka fór úr henni fyrr í dag. Talið er orsökina megi finna í framkvæmdum Veitna í Geldinganesi þar sem verið er að örva borholu með því að dæla vatni undir þrýstingi í hana.
Búið er að girða af svæðið í kringum holuna og merkja en búast má við að vatn komi úr henni á meðan á framkvæmdum stendur í Geldinganesi, eða næstu tvær vikur. Eru íbúar í Grafarvogi beðnir að fara varlega séu þeir á ferð í nágrenni holunnar en hún er við enda fjölfarins göngustígs.
Meðfylgjandi er loftmynd er sýnir staðsetningu holunnar.

\"\"