Hundur Rakelar fékk frostlögs eitrun: „Er greinilega af mannavöldum - Ég get ekki lýst sorginni hjá börnunum

Hundur Rakelar fékk frostlögs eitrun: „Er greinilega af mannavöldum - Ég get ekki lýst sorginni hjá börnunum

Rakel Ósk Magnúsdóttir og fjölskylda er þessa dagana í sárum vegna örlaga heimilishundsins Kózy sem svæfa þurfti í síðustu viku.

„Í síðustu viku veiktist hundurinn okkar hún Kózy. Við fórum með hana til dýralæknis og þar kom fljótlega í ljós að ekki var allt með felldu og niðurstaða skoðunnar er vandamál með nýru.“ Segir Rakel miður sín.

„Þetta er alveg óskiljanlegt. Þetta er í fyrsta skipti sem að hundur verður fyrir þessu. Þetta hafa bara verið kettir hingað til og meðal annars kötturinn okkar í fyrra,“ segir Rakel í samtali við Hringbraut en eftir að Kózy var lögð til hinstu hvílu komst dýralæknirinn að því að veikindi hennar orsökuðust af frostlögseitrun.

Eftir að Kózy var lögð inn hjá dýralækni tók við tveggja daga bið.

„Yfir næstu 2 daga er hún í meðferð hjá dýraspítalanum á meðan við bíðum og vonum að við þurfum ekki að segja börnum okkar sem eru 4 og 6 ára að þau séu að missa hundinn sem hefur alist upp með þeim.“

Á þriðja degi var tekin ákvörðun um að lóga þyrfti Kózy til að koma í veg fyrir frekari þjáningar.

„Ég get ekki lýst sorginni hjá börnunum og þá sérstaklega dóttur okkar þegar við sögðum henni að þau þyrftu að kveðja vinkonu sína í síðasta sinn. Dýralæknunum þótti einkenni hennar vera grunsamleg og þessvegna voru nýrun send til rannsóknar og í dag fékk ég símtalið sem sem okkur kveið fyrir allan tímann.Frostlögs eitrun er niðurstaðan.Þetta er fjórða árið í röð þar sem gæludýr fólks sem búa í þessu hverfi verða fyrir frostlögs eitrun og þetta er greinilega af mannavöldum því það hafa fundist ummerki um það.“

Segir Rakel bæjarstjórn Hveragerðisbæjar og lögregluna á suðurlandi hafa takmarkaðan á huga á vandamálinu en hún býr þar. Vonast hún til að eitthvað verði gert í málunum sem fyrst.

Nýjast