Hrun sjálfstæðisflokksins: lægsta fylgi frá upphafi mælinga

„Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 18,3% og tæpu prósentustigi minna en við mælingu MMR í ágúst. Er það lægsta fylgi sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur mælst með frá upphafi mælinga MMR. Fylgi Samfylkingar mældist 14,8% og minnkaði um tæp tvö prósentustig frá síðustu mælingu.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá MMR. Þar segir enn fremur:  

„Þá jókst fylgi Vinstri grænna, Pírata, Viðreisnar og Framsóknarflokksins um  prósentustig hvert.

Allar breytingar á fylgi frá síðustu mælingu reyndust innan vikmarka og var því ekki tölfræðilega marktækur munur á fylgi flokka milli mælinga í ágúst og september.

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 43,7%, samanborið við 38,8% í síðustu könnun.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 18,3% og mældist 19,1% í síðustu könnun.
Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 14,8% og mældist 16,8% í síðustu könnun.
Fylgi Vinstri grænna mældist nú 12,8% og mældist 11,5% í síðustu könnun.
Fylgi Pírata mældist nú 12,4% og mældist 11,3% í síðustu könnun.
Fylgi Miðflokksins mældist nú 12,0% og mældist 13,0% í síðustu könnnun.
Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 11,8% og mældist 10,4% í síðustu könnun.
Fylgi Viðreisnar mældist nú 10,2% og mældist 9,3% í síðustu könnun.
Fylgi Flokks fólksins mældist nú 4,0% og mældist 4,1% í síðustu könnun.
Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 2,0% og mældist 2,9% í síðustu könnun.
Fylgi annarra flokka mældist 1,6% samanlagt.“