Hér eru 9 ástæður til að gleðjast yfir að vera b-manneskja

A-manneskjur eru taldar vera meira drífandi, en B-manneskjur eru taldar vanta drifkraft, metnað og hæfileika en svo er ekki.

Þessi aðgreining fólks í A- og B-manneskjur á rætur sínar að rekja til þess að hún átti að auðvelda læknum að greina hvaða fólk væri líklegast til að fá hjartaáföll og var fundin upp af hjartalæknum en ekki sálfræðingum. Fólk í A hópnum var talið líklegra til að fá hjartaáfall en fólk í B hópi.

Þessi aðgreining hefur þróast yfir í að vera einhvers konar menningarleg aðgreining á fólki, þar sem fólk er greint eftir atferli frekar en einhver nákvæm persónuleikagreining. A-manneskjur eru þó oft meira áberandi því þær hafa tilhneigingu til að taka að sér stjórnunarstörf eða forystu og til að vekja athygli á því sem þær hafa gert. Í einföldu máli þá hafa A-manneskjur dreift sér um heiminn og láta alla vita af tilveru sinni.

En þetta þýðir ekki að B-manneskjurnar feli sig bara og láti lítið á sér bera og séu latar. Hér fylgja 10 atriði sem einkenna B-manneskjur og eru kannski sönnun þess að það er betra að vera B-manneskja en A-manneskja.

Allir vilja vinna með þér að verkefni

B-manneskjur njóta vinnuferlisins og finnst ekki eins og þær séu í samkeppni við samstarfsfólkið. Þær eru einnig hugmyndaríkar, með góða heildaryfirsýn, eru iðnar og ánægðar með að deila viðurkenningum.

Þú ert betri vinur

B-manneskjur eru öruggari með sig þegar kemur að félagslegum samskiptum. Þær eru þolinmóðari, samstarfsfúsari og betri í að njóta stundarinnar, allt smitandi og góðir eiginleikar.

Þú horfir langt fram á veginn

B-manneskjur hugsa langt fram á veginn og bæta þannig upp skort á mikilli nákvæmnishugsun. Þetta er  mikilvægur hæfileiki góðra starfsmanna eða stjórnenda. Þetta er líka góður persónulegur eiginleiki því það eru minni líkur á að festast í smávægilegum vonbrigðum daglegs lífs og halda einbeitingunni fram á veginn.

Þú tekur mistökum vel

Það er velþekkt úr viðskiptalífinu að það getur skipt sköpum að vera reiðubúin(n) til að taka áhættu. B-manneskjur taka mistökum yfirleitt vel og halda ró sinni. Það er auðvitað betra að ná árangri en bakslag gerir B-manneskjur ekki eins ringlaðar og A-manneskjur. Það er einnig mikilvægt að víðsýni þeirra og hugsun langt fram á veginn gerir B-manneskjum kleift að skipuleggja hluti á þann hátt að það getur reynst ómetanlegt bæði í viðskiptum og einkalífi.

Þú sérð það góða í fólki

Hvort vildir þú búa í heimi sem er fullur af fólki sem keppir við þig um fágætar auðlindir eða heimi sem er fullur af hugsanlegum samstarfsaðilum? Eitt af einkennum B-manneskju er hæfileikinn til að sjá að fólkið í kringum þær getur komið að gagni ef unnið er með því frekar en að álíta það hugsanlega ógn.

Sköpunargleðin geislar af þér

Óreiðan á skrifborðinu og stíllaus klæðaburðurinn vitna um hugmyndaríka og skapandi manneskju. Margir telja að þetta sé til marks um að viðkomandi sé latur en svo er ekki, margar B-manneskjur skortir ákafa því hugur þeirra er annarsstaðar að vinna að sköpun nýrra hluta, að leysa flókin vandamál og að horfa heilstætt á hlutina.

Þú kannt að njóta stundarinnar

Engin þarf að minna þig á að æfa þig í athygli, þú ert með hana í góðu lagi. B-manneskjur eru afslappaðar og geta því notið hvers skrefs á leiðinni að markmiði sínu. Þó að árangur sé þeim kannski mikilvægur þá er sannleikurinn sá að þær geta notið leiðarinnar að markmiðinu eins vel og þess að ná markmiðinu.

Þú ert almennt sáttari við lífið

Ef fólk fær háa einkunn um lífsgæði í A- eða B-manneskju persónuleikaprófum  þá er það næstum örugg vísbending um að viðkomandi sé B-manneskja því þær eru almennt ánægðari með lífið en það stuðlar einnig að meira heilbrigði. Ánægt fólk er líklegra til að hugsa betur um sjálft sig, forðast reykingar, notar sólarvörn og borðar hollan mat og stundar líkamsrækt.

Þú eignast auðveldlega nýja vini

Þú ert góð(ur) í samskiptum, opin(n) út á við og það er ekki einungis gott fyrir gott samband við vini og vinnufélaga heldur hjálpar það einnig til við að eignast nýja vini og kunningja sem sjá vel hvaða kostum þú ert búin(n). Þetta gerir þér auðveldara fyrir að kynnast fólki og stækka vina- og kunningjahópana.

Heimild: Huffington Post.

Áður birt á Heilsutorg.is – Hér má sjá fleiri greinar!