Helgi í góu kemur til bjargar

Inga Sæland formaður Flokks fólksins heimsótti Fjölskylduhjálp Íslands í gær. Þar kom í ljós að engin páskaegg áttu að vera í páskaúthlutun. Á vef DV er greint frá því að tveir menn hafi ákveðið að koma til bjargar.

Annar þeirra er Helgi í Góu. Hann ætlar að gefa Fjölskylduhjálp Íslands 100 páskaegg. Hinn er velunnari Fjölskylduhjálparinnar og vill láta gott af sér leiða og gefur sömuleiðis 100 egg.

Skjólstæðingum Fjölskylduhjálpar er því bent á að nálgast páskaegg hjá Fjölskylduhjálp í Iðufelli í dag á bilinu 14:00-16:00.