Er samband ísaks og margrétar, dóttur bjarna ben, dæmi um hagsmunaárekstur?

Samband stjórnarformanns Kadeco og dóttur fjármálaráðherra er ekki klárt dæmi um hagsmunaárekstur, segir Jón Ólafsson einn höfunda siðareglna fyrir ráðherra og starfsfólks stjórnsýslunnar. Ljóst  sé að við slíkar aðstæður þurfi menn að vera meðvitaðir um aðstæður og vanda sig í hvívetna.
 

DV greinir frá því að Margrét, dóttir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Ísak Ernir Kristinsson stjórnarformaður Kadeco séu nýtt  par og vitnar þar í Facebooksíðu Margrétar.  Fréttastofa hefur fengið frétt DV staðfesta og eftir því sem næst verður komist er samband fólksins nýtilkomið.

Kadeco var stofnað 2006 þegar Bandaríkjaher lokaði herstöðinni við Keflavíkurflugvöll en tilgangur félagsins er að leiða þróun og umbreytingu á þeim eignum sem ríkið eignaðist við lokunina. Fyrirtækið er í eigu íslenska ríkisins og heyrir undir fjármálaráðuneytið.

Fjármálaráðherra skipaði Ísak Erni stjórnarformann í Kadeco, þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, á síðasta  ári. Sú skipan vakti athygli en Ísak Ernir var þá 24 ára nemi í viðskiptafræði. Samkvæmt ársskýrslu Kadeco árið 2017 voru eignir félagsins 7,8 milljarða króna virði og eigið fé 2,7 milljarðar. 

Nánar er fjallað um málið á RÚV.