Guðlaugur þór biður alexöndru afsökunar: sakaður um að segja við nemanda: „hvernig litist þér nú á að ég færi að kenna þér að ríða en væri hreinn sveinn en hefði lesið mér hellings til um kyn­líf“

„Hvernig litist þér nú á að ég færi að kenna þér að ríða en væri hreinn sveinn en hefði lesið mér hellings til um kyn­líf“

Þetta eru ummæli sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er sakaður um að hafa látið falla í heimsókn stjórnmálafræðinema í Utanríkisráðuneytið í síðasta mánuði.

DV fjallaði fyrst um málið en konan tjáði sig á Twitter. Guðlaugur Þór segir í samtali við Fréttablaðið að hann frábiðji sér þær ásakanir sem hafa verið settar fram á samfélagsmiðlum og þetta hafi ekki verið sagt með þessum hætti.

Alexandra Ýr van Erven sakaði Guðlaug Þór um að hafa gripið til þessarar óviðeigandi samlíkingar.

Guðlaugur Þór hélt kynningu fyrir nemendur og á eftir áttu sér stað umræður. Guðlaugur og Alexandra voru ósammála um hlutverk háskóla í samfélaginu. Í Fréttablaðinu segir að skoðun Guðlaugs hafi verið að sögn Alexöndru að háskólinn ætti að undirbúa fólk fyrir atvinnulífið en hún hafi sagt að háskólinn ætti að huga að framþróun samfélagsins en ekki framleiða starfskrafta fyrir vinnumarkaðinn. Þá hafi Guðlaugur sagt:

„Hvernig litist þér nú á að ég færi að kenna þér að ríða en væri hreinn sveinn en hefði lesið mér hellings til um kyn­líf.“

Sagði Alexandra að ummælin væru birtingarmynd um hvernig væri almennt rætt um konur.

Guðlaugur segir við Fréttablaðið:

 „spjalli við nemanda greip ég til sam­líkingar sem eftir á að hyggja var ekki við­eig­andi. Hún var á þá leið að stjórn­mála­fræði og reynsla af störfum á vett­vangi stjórn­málanna væru á ein­hvern hátt sam­bæri­leg reynslu og bók­námi í kyn­fræðslu. Þessu var ekki beint að neinum í hópnum og hvorki sett fram til að ögra né særa heldur sagt í hálf­kæringi - og alls ekki með slíku orða­vali sem lýst hefur verið á sam­fé­lags­miðlum. Bið ég hlutað­eig­andi vel­virðingar,“ segir Guð­laugur að lokum.

Alexandra er á öndverðri skoðun. Hún heldur fram að ummælin hafi verið sett fram til að smána hana og slá út af laginu.

„Konur eru fyrst og fremst metnar út frá því að þær séu konur, hversu ríðanlegar þær séu, hversu sæta þær séu og það er á þessum stað sem við erum komin svo ó­­­trú­­lega stutt í femínskri bar­áttu.“