Fyrirbyggjandi brjóstnám kvenna með brca2 gen: hægt er að minnka áhættu á krabbameini um 97% -

Atvinnulífið verður á dagskrá Hringbrautar kl. 20.30 í kvöld.  Þetta er þriðji og síðasti þátturinn þar sem þáttastjórnandinn Sigurður K. Kolbeinsson kynnir sér starfsemi Klínikurinnar sem er einkarekin heilbrigðiststöð í Ármúla 9 í Reykjavík.  Í fyrsta þætti var fjallað um liðskiptaaðgerðir og í síðustu viku um efnaskiptaaðgerðir fólks sem býr við mikla yfirþyngd. 

Í þessum þætti kynnir þáttastjórnandinn sér fyrirbyggjandi brjóstnám kvenna sem greinst hafa með svokölluð BRCA2-gen en konur með þessi gen eru mun stærri áhættuhópur gagnvart brjóstakrabbameini. Rætt er við Kristján Skúla Ásgeirsson brjóstaskurðlækni um þessar aðgerðir, aðdraganda þeirra og hvað sjúklingar þurfa að ganga í gegnum. 

Sýnt er frá störfum Kristjáns og hans aðstoðarfólks á einni fullkomnustu skurðstofu landsins en Kristján starfar einnig hjá Nottingham Breast Institude í Bretlandi.  Að sögn Kristjáns Skúla er hægt að minnka áhættu viðkomandi einstaklings gagnvart því  að fá brjóstakrabbameinum allt að 97% með þeirri tækni sem beitt er í dag. 

Kvikmyndataka og myndvinnsla var í höndum Friðþjófs Helgasonar.

Atvinnulífið verður á dagskrá Hringbrautar kl. 20.30 í kvöld.