Full ástríðu og natni þegar það kemur að hefðum og siðum í matargerð

Það má með sanni segja að dönsku jólahlaðborðin og smurbrauðin hafi komið hingað til lands með Marentzu Poulsen, en Marentza hefur gjarnan verið kölluð smurbrauðsdrottning Íslands. Hún er þekktust fyrir að innleiða danskar matarhefðir inn í matarmenningu landsins.  Sjöfn Þórðar heimsækir Marentzu á Klambrar Bistro sem er staðsettur er á Kjarvalsstöðum en staðinn rekur Marentza auk þess sem hún rekur Café Flóru í Grasagarðinum í Laugardalnum. Báðir staðirnir eru rómaðir fyrir ljúffeng og fagurlega skreytt smurbrauð, úr því ferskasta hráefni sem völ er á að hverju sinni, og sælkera kræsingar sem fanga bæði augað og bragðlaukana. Sjöfn spjallar við Marentzu um tilurð þess að hún kom hingað til lands með fjölskyldu sinni, áhugann á smurbrauðsgerð og lífshlaup hennar. Saga Marentzu er einstök og henni er margt til lista lagt. „Fjölskyldan og hefðir fjölskyldunnar hafa mikið gildi fyrir mig,“ segir Marentza og leggur mikla áherslu á að við höldum í hefðir og siði sem tengjast mat og samveru fjölskyldunnar. Missið ekki af áhugaverðu og skemmtilegu viðtali við Marentzu í kvöld.

Þátturinn Fasteignir & Heimili verður á dagskrá í kvöld klukkan 20.30 og aftur klukkan 22.30.