Freyr ekki rekinn – „megum ekki víkja nemendum úr skóla sem ekki eru orðnir 18 ára“

Skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla segir það ekki rétt að Frey Vilmundarsyni hafi verið vikið úr skólanum. Í gær fullyrti faðir Freys að sonur sinn hefði verið rekinn úr sérdeild skólans eftir aðeins tveggja daga skólagöngu.

„Hon­um hef­ur ekki verið vikið úr skól­an­um. Það er ekki rétt. Við meg­um ekki víkja nem­end­um úr skóla sem ekki eru orðnir 18 ára gaml­ir,“ sagði Magnús Ingvason, skólameistari FÁ í samtali við Mbl.is í gær.

Freyr, sem er 16 ára gam­all fatlaður drengur, mæt­ir hins veg­ar ekki í skól­ann í dag að sögn Magnús­ar. Hann bætir við að það sé ekki óal­gengt að sá hátt­ur sé hafður á á meðan unnið er úr mál­um nem­enda.  

„Við erum að leita lausna og von­andi finnst fljótt góð lausn þar sem hag­ur hans er hafður að leiðarljósi,“ seg­ir Magnús. Hann seg­ist ekki geta tjáð sig um mál Freys að öðru leyti því hann sé bund­inn trúnaði.

Í gær var hald­inn fund­ur þar sem fólk sem kemur að mál­um Freys kom saman. Á fundinum voru meðal annarra starfs­menn skól­ans, full­trúi frá fé­lagsþjón­ustu borg­ar­inn­ar, fulltrúi frá sam­býl­inu þar sem Freyr býr og móðir hans.