Ert þú með söfnunaráráttu? - Aldís: „Erum við farin að kaupa hluti inn á heimili okkar, eða erum við farin að kaupa heimili undir hlutina okkar?“

Ert þú með söfnunaráráttu? - Aldís: „Erum við farin að kaupa hluti inn á heimili okkar, eða erum við farin að kaupa heimili undir hlutina okkar?“

„Allir þeir sem hafa komið inn á mitt heimili sjá að ég er engin minimalisti. En ég reyni að sanka ekki að mér dóti sem ég þarf ekki. Ég einfaldlega tími því ekki að kaupa óþarfa.“

Aldís Bugzó heldur úti hópinn Sparnaðar tips á Facebook þar sem hún kemur reglulega með góð ráð um sparnað fyrir fólk inn á síðunni. Nýjasta færsla hennar snýr að fólki sem safnar hlutum að óþörfu eða svokallaðir „hoarder.“ Gaf Aldís Hringbraut góðfúslegt leyfi til þess að deila ráðunum áfram.

Erfitt að finna milliveginn

„Það getur verið mjög erfitt að eiga of mikið af dóti, en það getur líka verið erfitt að eiga ekki það sem mann vantar og oft er erfitt að finna milliveginn.

Ein ágætis aðferð sem ég hef heyrt um er: Ef þú notar hlutinn ekki í hálft ár þá má það hverfa,“ segir Aldís en bætir við að þetta eigi ekki við um allt dót. Jólaskraut og árstíðabundnir hlutir séu meðal annars undanskildir. Því sé gott að setja upp ársviðmið.

„Það eru ákveðnir hlutir sem okkur langar til að eiga eða sem við þurfum að eiga. Þar má telja upp árstíðabundna hluti svo sem páska og jólaskraut eða útileguútbúnaðurinn. Erfðamunir og önnur verðmæti sem eru ekki endilega notuð svo oft. Gömlu myndlistar-möppurnar frá börnunum úr leikskóla og munir tengdir æsku minningum.

En ef maður horfir til fyrri tíma, þá var það ef til vill eðlilegt að 100 fm. íbúð væri með jafn vel 4-5 svefnherbergi þar sem hjónaherbergið var kannski stærst en hin herbergin voru kannski ekki nema 6-8 fm. Það þótti eðlilegt á þeim tíma en ég efast um að það gengi upp hjá flestum í dag.“

Segir Aldís fólk vera farið að þurfa meira pláss til þess að rúma fleiri hluti og meira dót hlutfallslega séð.

„Erum við farin að kaupa hluti inn á heimili okkar, eða erum við farin að kaupa heimili undir hlutina okkar?“ Veltir Aldís fyrir sér.

„Prófaðu að fara yfir geymsluna hjá þér, skápa og skúffur á heimilinu. Allt sem þú þarft eða hefur ekki notað á árs fresti skaltu skipta í eftirfarandi flokka.

  • Henda: nothæft dót sem safnast upp hjá manni en maður hefur í raun ekkert að gera við.
  • Gefa: Í rauða krossinn eða góða hirðinn (td.) hlutir sem eru í ágætu ástandi en þú hefur engin not fyrir.
  • Selja: Eru einhverjir munir á þínu heimili sem eru í góðu á sig komulagi og jafn vel verðmætir en þú hefur engin not fyrir? Það tikkar líka örlítið aukalega inn í sparnaðinn ef það selst.
  • Geyma: Hlutir sem eru notaðir sjaldan á einu ári en eru samt notaðir og/eða mjög sérstakir hlutir tengdum minningum eða einhverju slíku.

Best væri að nota ekkert og kaupa ekkert, minnst útgjöld og eyðsla. En fólk verður víst að fá að ráða því sjálft.“

Hægt er að fylgjast með ráðum Aldísar og fleira fólks ásamt því að gefa ráð sjálfur á síðunni Sparnaðar tips.

 

Nýjast