Er lavender olía lausnin við lúsmýi?

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum er lúsmý lítt hrifið af lavender hverju svo sem það sætir og eru verslanir því farnar að bjóða upp á lavenderlausnir við lúsmýi. Lavender olían er farin að rjúka út úr verslunum og apótekum þessa dagana líkt og vifturnar.

Lavender olían er allra meina bót og þar að auki er lyktin af Lavender bæði róandi og góð þannig að ef rétt reynist þá er hægt að slá tvær flugur í einu höggi.  Það sakar ekki að prófa að bera á sig lavender olíu þessa dagana og njóta slökunar, hver vill ekki ljúfa lykt og lamað lúsmý? Ein vinsælasta lavender olían á markaðnum í dag er frá Weleda, Lavender Body Oil, og fæst í apótekum, heilsuhúsum og fjölmörgum verslunum um land allt. Weleda vörurnar eru náttúrulegar húð- og líkamsvörur og eingöngu framleiddar úr náttúrulegum hráefnum.