Ees samningurinn 25 ára – heimsmarkmið sþ líka fyrir atvinnulífið

Þriðji þáttur Íslands og umheims er á dagskrá Hringbrautar sunnudagskvöldið 14. apríl klukkan 20:00. Gestir þáttarins eru þau Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda og Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Markaða hjá Landsbankanum.

EES 25 ára
Það eru 25 ár síðan samningurinn um evrópska efnahagssvæðið tók gildi. Sumir þekkja vart annað enda er þriðji hver Íslendingur fæddur eftir gildistöku EES. En hverju hefur EES skilað? Hverjir eru gallarnir við EES? Rætt verður við Ólaf Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda um EES.

Heimsmarkmiðin líka fyrir atvinnulífið
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru framkvæmdaáætlun fram til ársins 2030 í þágu mannkynsins, jarðarinnar og hagsældar. Mörg af framsýnni fyrirtækjum á Íslandi eru farin að skilgreina starfsemi sína út frá markmiðunum. Landsbankinn hefur verið þar í fararbroddi og hefur tekið upp viðmið um ábyrga bankastarfsemi. Rætt verður við Hrefnu Ösp Sigfinnsdóttur, framkvæmdastjóra Markaða hjá Landsbankanum, en hún er jafnframt stjórnarformaður IcelandSif, samtaka um ábyrgar fjárfestingar á Íslandi.