Davíð og styrmir hjóla í bjarna og sjálfstæðisflokkinn: „örlagarík mistök“

„Styrmir Gunnarsson bendir á að „um þessar mundir séu þrír aðilar að framkvæma kannanir á fylgi flokka, þ.e. Gallup, MMR og Zenter-rannsóknir. Niðurstaða tveggja hinna síðarnefndu er mjög svipuð, tölur Gallup hafa verið ívið hagstæðari fyrir Sjálfstæðisflokkinn.“

Þannig byrja Staksteinar Morgunblaðsins í dag. Þar vitnar Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins í Styrmi Gunnarsson sem áður var við stjórnvölinn í Hádegismóum. Styrmir segir að niðurstaða allra þriggja sé gersamlega óviðunandi fyrir hinn 90 ára gamla Sjálfstæðisflokk, en flokkurinn er hruninn, sé fylgið í dag miðað við hvernig það var fyrir nokkrum árum síðan.

„Forystusveit flokksins hefur augljóslega tilhneigingu til að taka þessar niðurstöður ekki alvarlega. Það geta orðið örlagarík mistök. Verði niðurstaða kosninga á svipuðum nótum mun þingmönnum Sjálfstæðisflokksins fækka enn og líkur á endurheimtum meirihluta Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn Reykjavíkur nánast engar.“

Þá segir Styrmir að flokkurinn hafi misst traust kjósenda: „Í ljósi slíkrar ítarlegrar könnunar fer bezt á því að ræða svo málið fyrir opnum tjöldum.“ Styrmir bætir við að Valhöll verði að taka niðurstöðurnar alvarlega. Davíð bætir við:

„Þetta er sjálfsagt rétt ábending. En hitt er líka vitað að kannanir eru hverflyndar eins kvensan fræga. Og svo er kannski brýnna að viðurkenna vandann en að velta honum fyrir sér.“