Fréttir

Fyrsti þátturinn með Völu Matt og Garra:

Uppskriftir frá Eyþóri kokki á Bazaar

Í fyrsta þætti Leyndarmáls veitingahúsanna með Völu Matt, fóru Valgerður og Haukur Sigurbjörnsson tökumaður, á veitingahúsið Bazaar Oddson. Þar skoðaði Vala hönnun staðarins og einstaka hönnunargripi, sem eru sér hannaðir fyrir staðinn og fengnir alls staðar að úr heiminum. ,,Þetta var dálítið eins og myndlistarsýning," sagði Vala um gerð þáttarins. Í eldhúsinu á Bazaar ræður ríkjum sjónvarpskokkurinn vinsæli Eyþór Rúnarsson, sem galdrar fram nokkra dýrindis rétti: Hann matreiðir saltfisk á mjög nýstárlegan hátt. Hann gerir einstakan pastarétt með fennel og svo dásamlegt panna cotta. Síðan kennir hann áhorfendum nokkur kokkatrix, meðal annars fyrir bestu sósuna í heimi, þar sem parmesanostur kemur við sögu. Þættirnir eru á dagskrá Hringbrautar kl.20 á fimmtudagskvöldum, en hér eru nokkrar uppskriftir sem við fengum frá Eyþóri.

Annar þátturinn með Völu Matt og Garra:

Uppskriftir frá Sollu á Gló

Í þætti tvö af Leyndarmál veitingahúsanna förum við í Gló í Fákafeni þar sem hannaður hefur verið markaður, kaffihús, verslun og veitingastaður eins og víða hefur verið gert erlendis. Við skoðum hráa iðnaðarlega hönnunina og svo fáum við nokkur kokkatrix hjá margverðlaunaða sjónvarpskokkinum vinsæla Sollu Eiríks. Hún býr til ævintýralega góða Raw Brownie. Og svo mun hún einnig meðal annars kenna okkur að búa til lasagna og bestu pesto sósur í heimi!

Þriðji þátturinn með Völu Matt og Garra:

Leyndarmál veitingahúsanna: Uppskriftir frá Bryggjunni brugghús

Í þriðja þættinum í þáttaröðinni Leyndarmál veitingahúsanna förum við og skoðum hönnunina á nýja veitingastaðnum Bryggjan brugghús úti á Granda. Við skoðum óvenjulega og flotta hönnun staðarins og bruggaðstöðu inní miðjum veitingasal. Við förum í eldhúsið þar sem Margrét Ríkharðsdóttir matreiðslumeistari og snillingur sýnir okkur nokkur kokkatrix og kennir okkur meðal annars að búa til sérkennilegan desert þar sem ís og poppkorn koma við sögu. Ótrúlega gott!

Fjórði þáttur Völu Matt og Garra:

Uppskriftir: Leyndarmál veitingahúsanna Gallerý Holt

Í þætti fjögur af Leyndamál veitingahúsanna förum við í einn elsta og sérstakasta veitingastað landsins Gallery Holt. Innréttingarnar hafa haldist klassískar í áratugi og þar er eitt merkasta og flottasta einkasafn af íslenskum málverkum sem gefur staðnum alveg einstaka stemningu. Og í eldhúsinu ræður ríkjum Friðgeir Ingi Eiríksson sem hélt Michelin stjörnu

Fljótleg og gómsæt uppskrift af ketó múslí - Fullkomið á morgnanna

Hanna Þóra Helgadóttir flugfreyja og tveggja barna móðir byrjaði á ketó mataræði fyrir ári síðan og segist henni aldrei hafa liðið betur.

Hversu oft eigum við að fara í sturtu? - Ráð frá húðlæknum

Þegar kemur að heilsunni okkar þá eru ansi margir sem spá í þessu, er einhver töfratala til?

Ragga Nagli segir fjötra matarkvíðans fylla okkur af samviskubiti og skömm

Ragga Nagli sálfræðingur og einkaþjálfari sem þekkt hefur verið fyrir að deila heilbrigðum lífsstíl sínum og jákvæðum hugsunum segir fólk haldið matarkvíða vera fullt af samviskubiti og skömm.

Ella Karen: „Ég hef setið mörg kvöldin og sakað sjálfa mig um að vera slæm móðir“ - Synirnir báðir einhverfir

Ella Karen Kristjánsdóttir á í heildina fjögur börn. Þrjá drengi og eina stúlku. En elsti sonur Ellu er stjúpsonur hennar. Drengirnir tveir sem Ella á með eiginmanni sínum, Konráði, eru báðir greindir einhverfir og segir Ella að heimilislíf þeirra krefjist mjög mikillar þolinmæði.

Sunneva Einars byrjuð með syni Bjarna Ben

Áhrifavaldurinn og samfélagsmiðlastjarnan Sunneva Einarsdóttir og Benedikt Bjarnason eru eitt nýjasta par bæjarins. Benedikt sem er 21 árs, úr Garðabæ er sonur Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Þóru Margrétar Baldvinsdóttur hönnunarráðgjafa.

Turmerik drykkur - Þrusu bomba til að byrja daginn á

Þessi turmerik drykkur er einnig með epla ediki, maple sýrópi og klípu af cayenne pipar. Þetta er þrusu bomba til að byrja daginn á.

Fékkstu þér í glas í gær? Svona losnar þú við timburmennina

Fullkomin brönsbaka fyrir helgina

Hugrún Birta vissi ekki að kærastinn væri þekktur söngvari: „Ég vissi ekkert hver hann var - Fannst hann sætur strákur“

10 ástæður til að fá sér kókosolíu: Getur drepið sýkla, hjálpað við að losna við hættulegu kviðfituna

Karítas Hörpu stóð ekki til boða að mæta aftur til vinnu eftir fæðingarorlof - Skellti því í „óhefðbundna starfsumsókn“

Katrín hefur lést um 70 kíló á einu ári: „Ég er bara löt“ – Ljóstrar upp töfraráðinu - Sjáðu myndirnar

Gréta Jóna fær 4000 króna launahækkun eftir þriggja ára nám: „Við erum með framtíðina í höndunum - Það allra dýrmætasta sem fólk á“

Margrét Erla Maack eignaðist dóttur sína í morgun eftir þónokkra bið

Mynd dagsins: Þetta er munurinn á Röggu sex að morgni og eftir hálftíma förðun, sprautulakkaðan haus og sparslað í hverja hrukku - Enginn fílter í raunheimum

Hampur bjargar mannslífum: Eiginkona Gísla hætti að fá flogaköst – „Farin að vinna og er farin að sjá um mig í rauninni“