Biðlistar og kreddur í boði ríkisstjórnar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar:

Biðlistar og kreddur í boði ríkisstjórnar

Hver er ásætt­an­leg­ur biðtími eft­ir lífs­nauðsyn­legri aðgerð? Mánuður? Dag­ur? Hálf mín­úta? Hvað ef aðgerðin snýst ekki um líf og dauða held­ur lífs­gæði og minni lyfja­neyslu? Ef aðgerðin bind­ur enda á sárs­auka og þján­ingu og ger­ir fólki kleift að halda áfram störf­um og lifa eðli­legu lífi? Miðað við stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar í heil­brigðismál­um virðist ásætt­an­leg­ur biðtími vera marg­ir mánuðir – jafn­vel ár – eft­ir því að hljóta bót meina sinna. Svo lengi sem rík­is­apparatið fær sitt. Val­frelsi er fyr­ir vikið ýtt út af borðinu þótt það geti hjálpað til við að leysa vand­ann og stytta biðlista. Og fólk­inu ýtt úr landi til að fá lækn­ingu. Þetta eru lít­il klók­indi og auðvitað ekki ásætt­an­legt.

Tölv­an seg­ir nei – og rík­is­stjórn­in líka

Staðan er stórfurðuleg. Fyr­ir hverja eina liðskipta- eða mjaðmaaðgerð sem fram­kvæmd er á er­lendri grundu er hægt að gera allt að þrjár á Íslandi. Og vel að merkja þá eru það einkaaðilar sem fram­kvæma þess­ar aðgerðir í út­lönd­um, eins kald­hæðnis­legt og það er. Á meðan standa stof­ur auðar og sér­fræðiþjón­usta sniðgeng­in hér heima í stað þess að nýta kraft og þekk­ingu í ís­lensku sam­fé­lagi.

Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands telja sér ekki heim­ilt að greiða kostnað fyr­ir sömu aðgerð hér á landi utan rík­is­spít­al­anna enda póli­tísku skila­boðin skýr. Stefnu­breyt­ing ráðherra á þessu sviði myndi spara rík­is­sjóði háar fjár­hæðir, minnka þján­ingu og óhagræði fólks og stytta biðlist­ana.

Eðli­lega sætt­ir fólk sig ekki við að vera sett á biðlista til að kom­ast á biðlista til þess eins að vera þar í mánuði eða jafn­vel ár. Með von um lausn fer fólk utan í mik­il­væg­ar aðgerðir á borð við liðskipta- og mjaðmaaðgerðir, með til­heyr­andi óþæg­ind­um fyr­ir sjúk­linga og auka­kostnaði fyr­ir rík­is­sjóð.

Það er eng­inn að tala um að opna eigi fyr­ir krana í einka­rekna sér­fræðiþjón­ustu held­ur fyrst og síðast að lina þján­ing­ar fólks og spara um leið bein­an og óbein­an kostnað fyr­ir ríki og sam­fé­lag. Þetta er spurn­ing um að leita eft­ir lækn­isþekk­ingu og kröft­um óháð rekstr­ar­formi. Rekstr­ar­formið er ekki alfa og omega heil­brigðisþjón­ust­unn­ar held­ur sjúk­ling­arn­ir sjálf­ir og þjón­ust­an sem er veitt. Þetta eig­um við að geta gert líkt og vin­ir okk­ar ann­ars staðar á Norður­lönd­um. For­dóma­laust. Ef stjórn­mála­fólk treyst­ir sér ekki í þetta skil­greinda verk­efni á það ein­fald­lega að snúa sér að ein­hverju öðru.

All­ar hend­ur á dekk

Rík­is­stjórn­in verður að setja sjúk­ling­ana í fyrsta sæti. Hún þarf að setja póli­tísk­ar kredd­ur sín­ar til hliðar og ein­blína á þarf­ir fólks­ins. Eyðimerk­ur­ganga hef­ur hún verið kölluð, upp­lif­un sjúk­linga, vina þeirra og fjöl­skyldumeðlima, sem reyna að kom­ast að hjá sér­fræðilækn­um vegna mik­il­vægra aðgerða. „Farið til út­landa og reddið ykk­ur þar í boði rík­is­ins eða pungið sjálf út fyr­ir aðgerðunum hér heima“ eru hins veg­ar skila­boð rík­is­stjórn­ar­flokk­anna til biðlista­fólks­ins. Var ekki ein­hver að vara við tvö­földu heil­brigðis­kerfi?

Við í Viðreisn ásamt fleiri þing­mönn­um höf­um á þessu þingi lagt aft­ur fram til­lög­ur sem taka ein­mitt á þessu vanda­máli. Fjár­málaráðherra viður­kenn­ir að um stórt heilsu­fars­legt vanda­mál sé að ræða, sem skipti máli fyr­ir vinnu­markaðinn og fyr­ir lífs­gæði fólks, en læt­ur eins og hend­ur hans séu bundn­ar þótt ít­rekað hafi verið bent á aðrar lausn­ir. Hér er um ljóta póli­tík að ræða sem kem­ur verst niður á þeim sem minnst mega sín. Það er brýnt að heil­brigðisráðherra og fjár­málaráðherra haldi ekki áfram að senda þau skila­boð til fólks­ins á biðlist­un­um að verið sé að skoða og meta stöðuna, enda­laust. Allt til að halda friðinn inn­an rík­is­stjórn­ar. Það er búið að fara yfir þetta, við vit­um hver vand­inn er og get­um lagað þetta núna. Stytt­um biðlist­ana og fáum all­ar hend­ur á dekk, ríki sem sjálf­stætt starf­andi aðila.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Höfundur er formaður Viðreisnar

Nýjast