Fréttir

Aníta Estíva Harðardóttir skrifar:

Pabbi var tekinn frá okkur án nokkurs fyrirvara: Hann veit hver ég er en hann veit ekki hvað er að

Lífið er allskonar. Við getum ekki valið okkur hvaða veikindi banka upp á og hvað framtíðin býður okkur uppá. En við getum valið það hvernig við ætlum að takast á við það.

Þorsteinn Pálsson skrifar:

Mikilvægt fordæmi fyrir fullvalda ríki

„Niðurstaða Efta-dómstólsins sætti ekki gagnrýni í Evrópu og stendur sem mikilvægt fordæmi um svigrúm og sjálfdæmi fullvalda ríkja innan Evrópska efnahagssvæðisins.“

Brynjar Níelsson skrifar:

Píratar eru popúlistaflokkur

Þegar fylgi fer niður í skoðanakönnunum hjá Pírötum er strax farið í herferð með ásökunum um óheiðarleika, spillingu og siðleysi annarra. Þetta er alþekkt aðferð popúlískra flokka. Kom því ekki á óvart þegar breska stórblaðið Guardian flokkaði íslenska Pírataflokkinn sem popúlistaflokk. Þar er auðvitað fremstur í flokki sá þingmaður Pírata sem hefur fengið áfellisdóm vegna brots á siðareglum Alþingis.

Benedikt Jóhannesson skrifar:

Ekki voru þeir allir jafnfeitir

Það var laugardagsmorgunn. Ég leit út um svefnherbergisgluggann á reynitréð og sá að greinarnar bærðust svo ég gerði ráð fyrir því að það væri svolítil gola. En það var reyndar alls ekki svo. Feitur þröstur spókaði sig á grein og hoppaði til og frá. Blakaði svo vængjunum og flögraði á næstu grein. Sem ég neri stírurnar úr augunum sá ég annan sem hegðaði sér svipað. Ég velti því fyrir mér hvort það kæmi aldrei fyrir að greinar brotnuðu undan fuglum. Þá sá ég að það voru miklu fleiri fuglar í trénu. Þetta minnti mig á felumynd í Æskunni í gamla daga: Hvað eru margir þrestir í trénu?

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar:

Þau vilja „allt eða ekkert,“ sagði forsætisráðherrann

Í nýlegu viðtali við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um stjórnarskrármálin sagði hún um eitthvað á þá leið að ákveðnustu fylgjendur nýrrar stjórnarskrár væru að heimta „allt eða ekkert“. Af samhenginu mátti ráða að hún væri að tala um þá sem vilja að tillögur stjórnlagaráðs og þær efnisgreinar sem settar voru í þjóðaratkvæðagreiðsluna um árið verði grunnur nýrrar stjórnarskrár. Þau vilja „allt eða ekkert,“ sagði forsætisráðherrann.

Þorsteinn Víglundsson skrifar:

Báknið blómstrar

Núverandi ríkisstjórn mun á fyrstu þremur starfsárum sínum auka útgjöld um rúmlega 130 þúsund krónur á mánuði á hverja fjölskyldu. Öll munar okkur um slíkar fjárhæðir og því mikilvægt að vel sé farið með allan þennan pening. Að fjármunum sé forgangsraðað í nauðsynleg útgjöld.

Brynjar Níelsson skrifar:

Fráleitt að náhvítar grænmetisætur séu betri í rúminu en kjötætur

Stundum finnst mér „frjálslynda fólkið“ vera að færa okkur aftur á miðaldir. Eins og þá er hættulegasta fólkið nú svokallaðir afneitunarsinnar (efasemdarfólk), sérstaklega þeir sem efast um að nánast allt líf á jörðinni eyðist á næstu 12 árum eða svo að öllu óbreyttu.

Þorsteinn Pálsson skrifar:

Hvað næst?

Útkoma skýrslu nefndar undir forystu Björns Bjarnasonar, sem skoðaði áhrif aðildar Íslands að innri markaði Evrópusambandsins eftir aldarfjórðung, markar ákveðin tímamót. Hún svarar mörgum spurningum skýrt og skilmerkilega. En hún vekur líka nýjar. Sú mikilvægasta er: Hvað næst?

Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar:

„Þú horfðir á mig og ég sá að þú skildir um hvað ég var að biðja. Svo gerist ekkert í þrjá daga.“

„Veistu, ég skil þig ekki,“ sagði yfirmaður við mig fyrir hálfum öðrum áratug. Hann horfði stíft í andlit mér og hélt áfram:

Þorsteinn Pálsson skrifar:

Fremur til bráðabirgða en framtíðar

Í síðustu viku þurfti forsætisráðherra að svara þeirri erfiðu spurningu á Alþingi hvort hún treysti Bandaríkjunum til þess að standa við skuldbindingar sínar gagnvart Íslandi. Ráðherrann vék sér hjá því að svara beint en staðfesti að hún stæði við þjóðaröryggisstefnu Íslands. Hér þarf vitaskuld að hafa í huga að ekki er einfalt að svara slíkri spurningu án undirbúnings og umhugsunar.

Einn maður – eitt atkvæði

Elsku tengdamamma þó ég hafi aldrei fengið að hitta þig þá sakna ég þín samt

Brosleg tilvitnanaflétta

Ósýnilegu konurnar!

Getur Ísland treyst Bandaríkjunum

Frístundakort upp í skuld

„Það sem skiptir máli“

Algjörlega óásættanlegt

Saga af góðverki á Eiðistorgi og þegar sjúkraflutningamenn gerðu grín að útigangsmanni - Hjálpum þeim

Við þurfum að breyta viðhorfum okkar til neyslu