Bubbi: „þessi maður á einfaldlega að segja af sér“

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins var gestur í Sprengisandi í morgun, líkt og greint er frá á Vísi. Þar sagði hann að afsökunarbeiðnir hans væru enn þá gildar, þrátt fyrir nokkuð harðhorð bréf til siðanefndar Alþingis, þar sem bæði er reynt að verja ummæli og gera fjölmiðla að sökudólgum. Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens hefur sterkar skoðanir á málinu og telur að Gunnar Bragi eigi að segja af sér.

Þá var Gunnar Bragi spurður hvort hann virkilega trúði því að Bára Halldórsdóttir hefði verið send á Klaustur til að hljóðrita samtal þeirra, sagði Kristján Kristjánsson, að sá málfutningur væri allt að því kjánalegur. Svaraði Gunnar Bragi að skoðun Kristjáns gæti breyst ef hann fengi að sjá öll gögn málsins og sagði enga tilviljun að Bára hefði verið á svæðinu í fjóra klukkutíma.

Þá greindi Gunnar Bragi frá því að hann hefði leitað til sálfræðings eftir að Klaustur-málið kom upp. Sagði Gunnar Bragi að hann hefði gert það til að komast að því hvað hefði gerst þegar hann fór í svokallað „blackout“ líkt og hann lýsti því en Gunnar Bragi hefur haldið fram að hann hafifariðí algjört óminni þetta kvöld. Gunnar Bragi sagði hinsvegar í fyrsta viðtali við DV vegna málsins að hann myndi vel eftir kvöldinu og gerði það oftar en einu sinni. Gunnar Bragi sagði við Sprengisand.

„Ég fór til sálfræðings í þó nokkurn tíma til að reyna að komast að því hvað þarna var að gerast. Það var ákveðið „blackout“ sem þarna varð eins og frægt er orðið.“

Þar með er ekki öll sagan sögð. Annað hvort hefur þá Gunnarbragi logið að DV á sínum tíma eða þá þegar hann ræddi fyrst um minnisleysi sitt við sjónvarpsstöðina Hringbraut, þegar hann sagði í fyrsta sinn að hann myndi ekkert eftir kvöldinu fræga.

Líkt og greint er frá hér að ofan hefur tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens sterkar skoðanir á málinu. Hann segir einfaldlega:

„Þessi maður á einfaldlega [að] segja af sér, þetta fólk á ekki að vera á þingi.“