Breiðholtsskóli og réttarholtsskóli komust áfram í skrekk

Þriðja undanúrslitakvöld Skrekks, hæfileikahátíðar skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, fór fram í kvöld. Á svið stigu Sæmundarskóli, Foldaskóli, Tjarnarskóli, Breiðholtsskóli, Ingunnarskóli, Kelduskóli, Vogaskóli, Réttarholtsskóli. Áfram komust Breiðholtsskóli og Réttarholtsskóli.

Alls tak 24 grunnskólar þátt í Skrekk í ár en átta þeirra munu keppa til úrslita þann 11. nóvember næstkomandi. Undanúrslitakvöldin eru sýnd í vefútsendingu á UngRÚV en úrslitakvöldið verður í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV. Yfir 600 unglingar taka þátt í á frumsömdum atriðum sinna skóla og spreyta sig í leiklist, tónlist, söng, dansi, hljóðfæraleik, búningahönnun, förðun, ljósum, hljóði og annarri sviðsvinnu.