Bjarni ármannsson hjá jóni g. í kvöld: iceland seafood á aðallista kauphallarinnar í lok mánaðarins

Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland Seafood, er gestur Jóns G. í kvöld. Þar ræðir hann þau miklu tímamót sem eru hjá Iceland Seafood þessar vikurnar. Til stendur að skrá félagið af First North-markaðnum yfir á aðallista Kauphallarinnar í lok þessa mánaðar. Fyrir þá skráningu verður félagið með hlutafjárútboð og hyggst auka hlutféð um 10 prósent.

Þeir ræða mikilvægi þess virðisauka sem verður til innan sölufyrirtækja, eins og Iceland Seafood, við það eitt að selja fiskinn á hæsta verði á sterkum mörkuðum. Bjarni segir að virðisaukinn í sjávarútvegi og hagnaður sjávarútvegsfyrirtækja verði yfirleitt til með kröftugu markaðsstarfi og faglegri sölumennsku á helstu mörkuðunum, sem og stórbættri nýtingu.

Þá ræða þeir Jón G. ferð Bjarna á Everest og hvaða samsvörun má finna á milli slíkra leiðangra og stefnumótunar hjá fyrirtækjum.

Þátturinn verður sýndur klukkan 20:30 hér á Hringbraut.