Birgitta sagði upp: „ég læt ekki bjóða mér hvað sem er“

„Það sem ég horfi upp á og að sögn gamla fólks­ins okk­ar og nán­ustu aðstand­enda er að heil­brigðis­starfs­fólk er með sím­ann nán­ast límd­an á sér, sem á í al­vöru talað ekki að eiga sér stað nema inni á vakt­stofu og alls ekki fyr­ir aug­um sjúk­linga sem vita nán­ast ekki hvaða tæki þetta er. Ef ég tek sem dæmi: við erum að labba með sjúk­lingi, tala við hann, sinna hon­um eða með hon­um á kló­sett­inu, þá er sím­inn al­gert bann­tæki.“

Þetta segir Birgitta Þura Birgisdóttir í pistli sem hún hefur setið á síðan árið 2018. Hún hefur nú hætt sem sjúkraliði. En hún segir: „Ég hef látið af störf­um sem sjúkra­liði því ég læt ekki bjóða mér hvað sem er.“

Hún vann sem sjúkraliði á deild á Akranesi en Birgitta lýsir því á þá leið að þar bíði fólk eftir að komast á hjúkrunarheimili eða „endastöðina líkt og margir heldri borgarar lýsa því. Birgitta gagnrýnir starfsmenn fyrir að hanga í símanum öllum stundum og bætir við:

„Að sjálf­sögðu get­um við verið að bíða eft­ir nauðsyn­leg­um sím­töl­um, þá ætti það ekki að vera til­töku­mál.“

Birgitta hvetur starfsfólk til að sinna eldra fólkinu:

„ ... Ég gleymi því í nær­veru þeirra að þurfi að þurrka munn­vik, skeina, taka úr þvag­leggi, nál­ar, hjálpa fólk­inu í og úr rúmi, díla við kvíða, dep­urð og sorg, tann­bursta, losa stómapoka, þvag­poka og í raun öllu sem þau þarfn­ast vegna þess að ég met mitt starf mik­ils og vildi ég óska þess svo heitt og inni­lega að eng­inn væri í þeirri stöðu að líða illa út af starfs­fólki eða aðstand­end­um, ég myndi hik­laust taka sjúk­linga með mér heim ef ég hefði aðstöðu eða getu til. Við erum með þeim bæði yfir öll jól og ára­mót.

Hjá okk­ur eru erfið dauðsföll, mjög þung­ir sjúk­ling­ar sem þarfn­ast lyftu í og úr hjóla­stól, góð- og ill­kynja sjúk­dóm­ar, geðsjúk­dóm­ar og allskyns verk­efni bæði létt og erfið sem við tök­umst á við og ger­um vel.“

Birgitta bendir á að laun sjúkraliða séu ekki uppá marga fiska og að starfsmenn ættu að njóta meiri virðingar af ríkinu.

„Oft finnst mér, sem sjúkra­liða, marg­ir meta okk­ur lítils háttar og sem einskon­ar gólftu­sku. Hvernig eig­um við, þess­ir ungu sjúkra­liðar, að safna okk­ur fyr­ir íbúð? Fram­fleyta börn­un­um okk­ar? Ég sé ekki fram á að geta það sem sjúkra­liði í dag, sem er hrika­legt. Hvernig fer ef sjúkra­liðastétt deyr út vegna þess að þið sem eruð í rík­is­stjórn getið ekki hækkað laun­in okk­ar?“

Þá gagnrýnir Birgitta stjórnvöld en hún segir um þau:

„Það er ör­ugg­lega ekki einn ein­asti úr þess­ari aumu rík­is­stjórn sem sér þetta en hvað viljið þið þegar þið verðið orðin göm­ul og grá – eða „ung“ og ósjálf­stæð? Það erum við, lækn­ar og hjúkr­un­ar­fræðing­ar sem sjá­um um ykk­ur ef eitt­hvað fer úr­skeiðis heils­unn­ar vegna. Þið verðið að átta ykk­ur á því að fólk er að yngj­ast upp – vegna lyfja, umönn­un­ar og lífs­hátta.

Þetta heil­brigðis­kerfi er gjör­sam­lega út í hött og þarf að laga und­ir eins!! Ann­ars eigið þið eft­ir að missa (í al­vöru talað) góða mjög góða sjúkra­liða sem hafa áhuga á sínu starfi.“