Áslaug ljósmóðir misboðið: „aldrei orðið vitni að öðrum eins níðingsskap“

Hin virta og reynda ljósmóðir, Áslaug Hauksdóttir er afar ósátt. Hjarta hennar slær með verðandi mæðrum og hvítvoðungum, líkt og þingmaðurinn Helga Vala Helgadóttir orðar það. Helga Vala segir: Ég hef séð sælutilfinninguna þegar [Áslaug] talar um fagið sitt sem er henni svo kært. En nú er henni misboðið.“ Áslaug er afar ósátt við þá ákvörðun Útlendingastofnunar að vísa óléttri konu úr landi. Áslaug segir:

„Ég er ljósmóðir og hef unnið sem slík alla mína tíð, nær hálfa öld. Aldrei hef ég orðið vitni að öðrum eins níðingsskap eins og framkvæmdur var í nótt þegar kasóléttri konu var vísað úr landi ásamt tveggja ára barni og barnsföður. Ég fordæmi þennan verknað.“