Áslaug arna ósátt við viðtal í morgunblaðinu

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra er ósátt með viðtal ríkislögreglustjóra við Morgunblaðið og hvernig hann tjáði sig í fjölmiðlum um málefni lögreglunnar. Kveðst hún hafa tjáð Haraldi Johannessen það. Þá sagði hún að það væri óheppilegt hvernig staðan innan lögreglunnar hefði verið rekin í fjölmiðlum. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins.

Áslaug sagði einnig að hún treysti því að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri vinni af heilindum í sínu starfi. Hún bætti við að von væri á skipulagsbreytingum innan lögreglunnar og þá komi í ljós hversu lengi Haraldur sinni embætti áfram.

Áslaug sagði á öðrum stað í viðtalinu að hún vilji auka fjármagn til fangelsismála og boðaði einnig breytingar hvað varðar málefni hælisleitenda og flóttafólks.