Andri snær: „svona internetviðbjóður er einhver ógeðslegasta tilfinning sem þú getur lent í“

„Það var sagt að ég hefði verið í stjórn Rithöfundasambandsins og úthlutað sjálfum mér fjörutíu milljónum á tíu árum en skrifað aðeins eina bók. Hvernig gat ég skrifað eina bók á tíu árum ef ég fékk bókmenntaverðlaun tvisvar?“

Þetta segir rithöfundurinn Andri Snær Magnason, í þættinum Gestaboð á RÚV, þegar hann rifjar upp umræðu sem átti sér stað um úthlutun listamannalauna fyrir þremur árum. Andri Snær sem nýverið gaf út bókina Tíminn og vatnið sem nú þegar hefur vakið umtal og eftirtekt. Þá hefur þýðingarréttur að verkinu verið keyptur til hátt í tíu landa. Í viðtalinu rifjar Andri upp þegar hann ýmsar samsæriskenningar fóru á flug vegna úthlutunarlistamannalauna árið 2016 og vildu sumir í kommentakerfum fjölmiðlana meina að Andri Snær hefði notið góðs af því að vera í stjórn Rithöfundasambandsins.  

„Þetta var blómatími hjá mér. Ég skrifaði þrjár bækur og þessa hér, tvö leikrit og heimildamynd. Það er ekki hægt að ljúga að einhver bók sé ekki til en fullt af fólki var tilbúið að trúa þessu.“

Bætir Andri snær við að hann hafi komið að því hvað Internetið getur verið ljótur staður.

„Þetta er það eina neikvæða sem ég hef upplifað. Mér finnst eitt að eiga debatt við fólk og leiðinlegt að tapa einhverju en svona internetviðbjóður er einhver ógeðslegasta tilfinning sem þú getur lent í. Það er bara hreinn viðbjóður, af því að þú getur í rauninni ekki leiðrétt hann. Þú hefur einn-tvo daga meðan steypan harðnar.“

Andri bætir við að hann hafi verið sagður hafa skrifað eina bók á 10 árum. Hann hafi þegar þarna var komið við sögu lesið óhróðurinn um sig á netmiðlum og þá ákveðið að fara yfir bókhaldið. Deildi hann þeim 40 milljónum í mánaðarfjöldann sem hann hafði fengið laun. Útkoman var tvöfalt hærri en launin. Þá kveðst hann hafa talið verkin í bókahillunni og bætir við að hann hafi ekki verið í stjórn Rithöfundasambandsins á þessum tíma. Hann segir að honum hafi verið ráðlagt að svara ekki gagnrýninni. Eftir á að hyggja voru það mistök að hans mati að segja ekkert. Andri Snær segir að lokum:

„Ég hefði heldur aldrei getað skrifað þessa bók án þess að fá styrk frá launasjóðinum. Það var líkamlega erfitt að skrifa þessa bók. Þetta var ótrúleg vinna, við konan mín unnum í 18 tíma á dag á tímabili.“