Alls ekki gefa einhleypum vinum þínum þessi ráð

Alls ekki gefa einhleypum vinum þínum þessi ráð

Þeir einstaklingar sem kynnast sálufélaganum snemma á lífsleiðinni eiga það til að hafa allskonar ráðleggingar til einhleypra vina sinna. Flestar þeirra eru meintar vel en gætu hljómað illa fyrir þann einhleypa.

Sálfræðingurinn Karin Anderson við Concordia-háskólann í Chicago segir að ráðleggingarnar geti gefið þeim sem eru einhleypir í skyn um að þeir séu að gera eitthvað rangt. Það þykir þeim ekki gott að heyra frá vinum sínum. Hér fyrir neðan má lesa ráðleggingar sem ekki ætti að gefa fólki í makaleit.

1. Þú gefur samböndum ekki séns!

„Í eyrum einhleypra hljómar þetta eins og þeir séu ekki að reyna nógu mikið. Hvettu frekar til þess að sá einhleypi gefi nýju sambandi möguleika þar til nýjabrumið er farið af,“ segir Anderson.

2. Hafðu þig betur til!

„Með þessu gefurðu í skyn að leitin að „herra réttum“ sé jafn einföld og að varalita sig. Sumir eru alltaf uppstrílaðir, aðrir eru náttúrulegri. Allir eiga að fá að vera eins og þeir vilja.“

3. Komdu þér út á markaðinn!

„Fyrir einhleypa hljómar þetta eins og gagnrýni á líf þeirra. Það er ekkert samasemmerki á milli þess að vera á lausu og hanga inni í fataskáp í fósturstellingu,“ segir Anderson sem segir flesta einhleypa vinna úti, sinna áhugamálum og fara út á kvöldin líkt og þeir sem séu í samböndum.

4. Þú gerir of miklar kröfur!

„Með þessu ertu að segja að einhleypi vinurinn sé kominn á þann stað í lífinu að hann hafi ekki lengur efni á að gera kröfur. Þessi setning sendir þau skilaboð að vinurinn skuli nú sætta sig við það sem bjóðist.“

5. Tónaðu þig aðeins niður!

Samkvæmt Anderson er þetta virkilega grimm gagnrýni. „Ekki segja einhleypu vinkonunni að hún sé of yfirþyrmandi og að hún þurfi að breyta sér til að gera öðrum til hæfis.“

Nýjast