Agnes gagnrýnd af íhaldsmönnum

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, lagði í páskapredikun sinni í morgun nokkra áherslu á loftslagsmál en hún sagði meðal annars að dauðinn ógnaði jörðinni.  „Upprisuboðskapurinn er boðskapur lífs. Við vitum ýmislegt um loftslagsbreytingar og afleiðingar þeirra. Vísindamenn hafa frætt okkur um að nú verði að breyta um stefnu eigi lífið að sigra eyðileggingu jarðar og dauða lífs á jörðu. Nú er komið að siðferðinu, hugarfarinu, lífsstefnunni. Það er komið að því að við jarðarbúar verðum að breyta um lífsstíl,“ sagði Agnes meðal annars.

Innan Facebook-hóps efasemdamanna um hlýnun jarðar, Glópahlýnun, er hún harðlega gagnrýnd. Óhætt er að segja að flestir sem taka þar til máls hafi fremur íhaldssamar skoðanir en hópnum er lýst svo: „Kenningin um hnatthlýnun af mannavöldum er grundvölluð á aldagömlum gervivísindum, manngerðum pólitískum blekkingum sem miða að innleiðingu Agenda 21, yfirþjóðlegum yfirráðum.“

Nánar er fjallað um málið á DV.