Á sama tíma og íslandspóstur átti í miklum erfiðleikum fékk forstjórinn um 700.000 í launahækkun á aðeins 2 árum

„Mér finnst mest slá­andi við þetta hvað það er við fyrstu sýn mikið ósam­ræmi í launa­ákvörðunum eft­ir fyr­ir­tækj­um. Það er merki­legt að sjá að það virðist ekki vera nein sam­ræmd stefna rík­is­ins hvað varðar þessi mál,“ seg­ir Þor­steinn Víg­lunds­son, þingmaður Viðreisn­ar, í sam­tali við mbl.is um launa­hækk­an­ir rík­is­for­stjóra síðan laun þeirra voru færð und­an kjararáði til stjórna viðkom­andi stofn­un­ar.

Þetta er brot úr frétt mbl.is - Fréttina má lesa í heild hér.

Laun for­stjóra hjá rík­is­stofn­un­um hafa hækkað um nán­ast fjórðung síðan ákv­arðanir um laun þeirra voru færðar frá kjararáði til stjórna þeirra fyr­ir­tækja sem for­stjór­arn­ir stýra fyr­ir tæp­um tveim­ur árum. Í mörg­um til­vik­um er um gríðarlega mikl­ar hækk­an­ir að ræða.

Þetta kom fram í svari fjár­mála- og efna­hags­ráðherra við fyr­ir­spurn Þor­steins. Laun for­stjóra rík­is­stofn­ana hafa hækkað um rúm­lega 23% að meðaltali síðan í lok júní árið 2017. Launa­ákv­arðanir voru færðar frá kjararáði 1. júlí 2017. Kjararáð var svo lagt al­veg niður um mitt síðasta ár.

Laun for­stjóra Ísland­s­pósts ohf., stofn­un­ar sem hef­ur verið í mikl­um rekstar­erfiðleik­um síðustu ár, hækkuðu um 685 þúsund krón­ur frá júní 2017 til apríl 2019.

„Það er at­hygl­is­vert út af fyr­ir sig miðað við þunga rekstr­ar­stöðu fyr­ir­tæk­is­ins sem hefðu átt að vera for­stjóra og stjórn fé­lags­ins ljós á þess­um tíma­punkti,“ seg­ir Þor­steinn sem íhug­ar núna hvernig best sé að fylgja mál­inu eft­ir á Alþingi.

Þetta er brot úr frétt mbl.is - Fréttina má lesa í heild hér.