190 steypubílar í miðborgina á laugardaginn - lokanir og tvístefna á akreinum

Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn 16. nóvember og hefst vinnan um nóttina.  Verkið er umfangsmikið og verður umferð steypubíla áberandi, en þeir þurfa  að koma 190 ferðir í miðborgina. 

Gefin hefur verið heimild til þessarar vinnu frá kl. 02.00 – 24.00 og meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu. Einnig verður mynduð tvístefna á um 100 metra kafla við gatnamót Kalkofnsvegar og Geirsgötu.