Pistlar
Laugardagur 15. júní 2019
Hringbraut skrifar

Mér finnst þetta heimska

Ég þekki konu sem að árum saman vann við ræstingar hjá opinberu fyrirtæki. Þær voru tvær sem unnu við þetta. Stundum þegar þær mættu til vinnu voru starfsmenn enn að störfum. Þá komu þær bara aftur eða settust niður og fengu sér kaffi með sumu af starfsfólkinu enda þekktu þær vel allt starfsfólkið og voru í góðum tengslum við það. Svo þegar kom að þrifunum þá var þrifið það sem þurfti að þrífa, ekkert hugsað um hvar óhreinindin voru. Launin voru ekkert merkileg en ágæt viðbót við aðra vinnu enda báðar í láglaunastörfum svo ekki veitti af aukatekjum.
Föstudagur 14. júní 2019
Hringbraut skrifar

Það er ofbeldi gegn móðurinni

Hér er smá skoðun um mál sem hefur verið í fjölmiðlum: Börnum er almennt skítsama hvort þau fái að „umgangast báða foreldra“ ef þau búa við öryggi og umhyggju. Börn eru yfirleitt ekki mikið að spá í því hver er í kringum þau á hverri stundu, enda sækja þau þangað þar sem öryggið og stöðugleikinn fyrir þau er mestur. Þar sem þeim líður vel. Börn eru svo sannarlega raunverulega fórnarlambið í svokölluðum tálmunarmálum, þar sem foreldri (oftast feður) ganga freklega fram til að rífa upp allar rætur sem barnið getur mögulega haft til þess eins að hann fái að stjórna parti af (eða öllu) lífi þess. Tálmunarmál snýst um frekju og yfirgang annars foreldris, og ólíkt vinsælli mýtu þá er það langoftast ekki foreldrið sem \"tálmar\" sem sýnir þá takta.
Gunnar Egill Daníelsson skrifar

Evrópuklofningurinn í sjálfstæðisflokknum og íhaldsflokknum

Það er ekki einfalt að bera saman pólitík í stórum og smáum ríkjum. En framhjá því verður ekki horft að klofningurinn sem nú birtist svo skýrt í Sjálfstæðisflokknum í Evrópumálum er um margt eins og spegilmynd af klofningnum í breska Íhaldsflokknum. En eins og sakir standa eru það samt ólíkir vængir sem hafa undirtökin í flokkunum tveimur.
Fimmtudagur 13. júní 2019
Hringbraut skrifar

Þegar sindri er ekki að vekja fólk

Þegar Sindri Sindrason er ekki að vekja fólk um miðjar nætur eða hnýsast í ísskápa eða persónulegar hirslur fólks gerir hann góða þætti í sjónvarpi. Einn slíkur var í gærkveldi um tálmun á umgengni. Öllum er ljóst hvurslags ofbeldi slík tálmun er og þær alvarlegu afleiðingar sem fylgja.
Miðvikudagur 12. júní 2019
Hringbraut skrifar

Ég er brúnkufíkill: kláraði 10 tíma kort á sólarhring

Ég er brúnkufíkill, ég verð að vera brúnn. Ég er mjallahvítur á hörund frá náttúrunnar hendi, það er hægt að sjá það undir höndunum á mér og líka á öðrum stað á líkamanum sem ekki er til sýnis. Það tók mig mörg ár að verða brúnn. En eftir að það hafðist hef ég ekki orðið hvítur aftur. Ég hef gert margt til að bæta við brúna hörundslitinn.
Hringbraut skrifar

Einokunar forstjóra landsvirkjunar svarað!

Eins og fram kom í pistli sem ég skrifaði í lok maí þá hef ég sem formaður Verkalýðsfélags Akraness gríðarlegar áhyggjur af atvinnuöryggi og lífsviðurværi minna félagsmanna sem starfa í orkufrekum iðnaði á Grundartanga.
Fimmtudagur 6. júní 2019
Hringbraut skrifar

Fordómafullur og fáránlegur fréttaflutningur

Að vinna gegn fordómum, öfgum og hatri er sameiginlegt verkefni allra þeirra sem mynda saman samfélag. Fjölmiðlar gegna þar lykilhlutverki og það gerir stjórnmálafólk líka. Aðgerðir þeirra geta haft jákvæð eða neikvæð áhrif og dregið úr eða ýtt undir fordóma, hatur og ótta hjá fólki.
Gunnar Egill Daníelsson skrifar

Ólán að framsókn skuli ekki vera áhrifaríkari

Eitt stærsta prinsipp málið sem Alþingi fjallar nú um er ótímabundin úthlutun aflahlutdeildar í makríl. Málið er stórt í sniðum fyrir þá sök að nú er verið að úthluta aflahlutdeild í fyrsta sinn í nýrri tegund.
Gunnar Egill Daníelsson skrifar

Mér er algjörlega misboðið

Miðvikudagur 5. júní 2019
Hringbraut skrifar

Vitlaus: af engri ástæðu braut ég stöðugt niður sjálfstraust hans

Við vorum saman í bekk í tvö ár á unglingsárunum. Við æfðum líka saman handbolta. Hann var ljúfur drengur sem að aldrei sagði styggðaryrði við nokkurn mann. Ég veit ekki hvers vegna ég fór að koma illa fram við hann, ég hafði enga ástæðu til þess.
Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson skrifar

Heimsþorpið

Þegar internetið fór að verða almennilega aðgengilegt almenningi, snemma á síðasta áratug síðustu aldar, var því spáð af mörgum að það myndi færa fólk nær hvert öðru, auka samheldni og samkennd. Talað var um \heimsþorpið\'
Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson skrifar

Strætófarþegar eiga að skipuleggja almannasamgöngur

Framtíðin í borginni og hvernig hún muni mögulega líta út, er eitt umræðuefnið á borgarstjórnarfundi dagsins í dag. Undir þau málefni falla þættir líkt og samgöngu- og skipulagsmál. Þróun þeirra mála hefur áhrif á margt sem er til umræðu hér, líkt og það að draga úr neikvæðum áhrifum mikillar bílaumferðar og úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þó að borgarlína sé á dagskrá, þá er talsverður tími í að það verði að veruleika. Þangað til þurfum við að stórefla almenningssamgöngur, bæði fyrir þá sem treysta algjörlega á það kerfi og hafa greint frá því að það sé ekki nógu skilvirkt og áreiðanlegt en líka fyrir þá sem væru til í að nota almenningssamgöngur oftar en sjá það ekki sem raunverulegan valkost sem hægt er að treysta á til að komast allra leiða sinna.
Hringbraut skrifar

Saga af ótrúlegu góðverki

Eftirfarandi frásögn rifjaði ég upp með góðri konu. Leikfélag bæjarins var að sýna vinsælt barnaleikrit. Þetta var fyrir daga myndbanda og sjónvarps svo að sýning sem þessi var kærkomin tilbreyting í lífi barna bæjarins. Enda var aðsóknin mikil, löng biðröð barna beið eftir að fá keyptan miða. Í miðasölunni var kona að vinna við að selja miða. Hún var sjálf einstæð móðir þriggja barna svo að hún skildi vel þá eftirvæntingu sem að réði ríkjum í biðröðinni.