Mynd dagsins: Flutninga­bíll missir þrjú kör af fiski á hring­torgi

Svo virðist sem flutninga­bíll hafi misst þrjú kör af fiski við hring­torgið hjá JL húsinu. Það sem verra virðist er að öku­maðurinn hefur ekki tekið eftir þessu og ekið á­fram því fiskurinn var búinn að vera þarna um stund þegar Anton Brin­k ljós­myndari Frétta­blaðsins átti leið fram hjá.

Það er því um að gera að næla sér í smá fisk í soðið ef það er ekki of seint.

Fréttablaðið/Anton Brink
Fréttablaðið/Anton Brink
Fréttablaðið/Anton Brink