Svo virðist sem flutningabíll hafi misst þrjú kör af fiski við hringtorgið hjá JL húsinu. Það sem verra virðist er að ökumaðurinn hefur ekki tekið eftir þessu og ekið áfram því fiskurinn var búinn að vera þarna um stund þegar Anton Brink ljósmyndari Fréttablaðsins átti leið fram hjá.
Það er því um að gera að næla sér í smá fisk í soðið ef það er ekki of seint.

Fréttablaðið/Anton Brink

Fréttablaðið/Anton Brink

Fréttablaðið/Anton Brink