Helgi í Góu vekur athygli á stöðu Hótel Sögu

Helgi Vilhjálmsson í Góu var gestur Sigurðar K. Kolbeinssonar í þættinum Lífið í lag í febrúar

s.l. þar sem hann vakti m.a. athygli á stöðu Hótel Sögu sem þá var komin í söluferli. Hann kallaði

eftir því að Sögu yrði hugsanlega breytt í íbúðir fyrir eldri borgara þar sem þeir gætu búið, komið

saman og snætt, spilað, dansað af og til og skemmt sér. Nú, hálfu ári síðar er Hótel Saga enn í söluferli

eftir að nýlegt kauptilboð eigenda Hótel Óðinsvé og tengdra fjárfesta er komið í uppnám vegna

galla sem fundust í byggingunni.

Fróðlegt verður að fylgjast með því hvernig þetta mál þróast og hvort tillögur Helga í Góu munu á endanum fá einhvern hljómgrunn.

Þátturinn verður endursýndur á Hringbraut í kvöld.