Síðar í dag verður kynntur listi Samfylkingarinnar í suðvesturkjördæmi – Kraganum.
Þar mun Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur skipa efsta sæti. Í öðru sæti verður Margrét Tryggvadóttir fyrrverandi alþingismaður, en líka rithöfundur.
Þetta framboð virðist benda til ákveðinnar tilhneigingar innan flokksins.
Um síðustu helgi vakti athygli að Einar Kárason skipaði þriðja sæti á lista flokksins í Reykjavík. Þar var líka að finna Hallgrím Helgason neðar á lista.
Sá síðarnefndi upplýsti reyndar í fyrra, að þrátt fyrir opinberan stuðning sinn við Samfylkinguna hefði hann í undanförnum kosningum greitt Vinstri grænum atkvæði sitt. Ástæðan hefði verið sú, að sambýliskona hans og verðandi barnsmóðir hafi verið á lista Vinstra grænna.
Almennt hefur verið sjaldgæft að rithöfundar og skáld hafi boðið sig fram til alþingis, hvað þá náð kjöri. Þó ber að nefna Birgittu Jónsdóttur ljóðskáld og Þráin Bertelsson, höfund margvíslegra hugverka.
Hringbraut má heldur ekki gleyma Sigmundi Erni Rúnarssyni, ljóðskáldi og rithöfundi.
Af öðrum úr fortíðinni má nefna Svövu Jakobsdóttur og Guðrúnu Helgadóttur, ástsælan höfund sem varð forseti alþingis.
Hugsanlega stefnir í kosningar á milli skálda og svokallaðra athafnaskálda í Sjálfstæðisflokknum
Rithöfundaframboð hjá samfylkingu

Fleiri fréttir
Nýjast