Viðskipti

Íslandsbanki sagði upp tuttugu starfsmönnum í morgun

Í morgun sagði Íslandsbanki upp tuttugu starfsmönnum. Meirihluti þeirra sem sagt var upp starfa í höfuðstöðvum bankans og var uppsögnum dreift á deildir.

Viðskipti með Jóni G. í kvöld:

Guðrún Ragnarsdóttir og Guðmundur Arnar: Hvað gerði Thomas Cook rangt?

Þau Guðrún Ragnarsdóttir, ráðgjafi hjá Strategíu og Guðmundur Arnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Markaðsakademíunnar, verða saman í „settinu“ hjá Jóni G. í kvöld. Þarfir viðskiptavina breytast svo hratt að flest fyrirtæki þurfa að vera á tánum alla daga og innleiða stefnu sína af eldmóði ætli þau ekki að missa viðskiptavini sína til keppinautanna. Sprotafyrirtæki eru kvik og koma auga á alls kyns glufur og holur á markaðnum. Þau fara meðal annars yfir það hvað fór úrskeiðis í stefnu hinnar 178 ára bresku ferðaskrifstofu Thomas Cook sem varð gjaldþrota um helgina.

Viðskipti með Jóni G.

Árni Samúelsson, forstjóri Sambíóanna, fer á kostum hjá Jóni G. í kvöld

Það verður hressilegur þáttur hjá Jóni G. í kvöld að venju. Gestir hans eru Árni Samúelsson, forstjóri Sambíóanna, Guðrún Ragnarsdóttir, ráðgjafi hjá Strategíu, og Guðmundur Arnar Guðmundsson, frkvstj. Markaðsakademíunnar. Árni bylti íslenskri bíómenningu þegar hann opnaði Bíóhöllina í Álfabakka árið 1982. Þá ræða þau Guðrún og Guðmundur Arnar við Jón G. stefnumótun og gjaldþrot hinnar 178 ára ferðaskrifstofu Thomas Cook.

Solla selur Gló: „Kominn tími til að slaka á"

Sólveig Eiríksdóttir og eiginmaður hennar Elías Guðmundsson hafa nú selt 30 prósenta hlut sinn í Gló til hjónanna Birgis Bieltvedt og Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur.

Björn: „Því miður höfum við þurft að segja upp 550 starfsmönnum“ - Umdeilt og erfitt

Jón G. Hauksson ræddi við Björn Zoega, forstjóra Karólínska háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi, í þættinum Viðskipti á Hringbraut. Björn Zoega tók við starfi forstjóra á Karólínska háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi í byrjun apríl á þessu ári. Björn er annar Íslendingurinn sem tekur við starfinu en Birgir Jakobsson hefur áður gegnt því.

Viðskipti með Jóni G. - Gestir voru Jón Sigurðsson hjá Össuri og Björn Zoega hjá Karólínska sjúkrahússinu

Össur á mikilli siglingu: „Slæmt að fá tyggigúmmí sem annar var búinn að nota, það var búið að tyggja úr því bragðið“

Jón G. Hauksson fékk til sín góða gesti, þá Jón Sigurðsson og Björn Zoega í þáttinn Viðskipti á Hringbraut. Jón er forstjóri stoðkerfafyrirtækisins Össur og Björn stýrir Karólínska sjúkrahússinu í Stokkhólmi. Í þættinum fara þeir yfir stjórnun sjúkrahúsa, niðurskurðinn á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi, stoðkerfafyrirtækið Össur og helstu vörður á glæstum vegi þess.

Töfraráð Dísu í World Class fyrir þau sem ætla í bissness: „Þegar maður ætlaði að komast í frí hafði maður ekki efni á því“

Hafdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Lauga Spa og World Class, var gestur Jóns G. í þættinum Viðskipti á Hringbraut í gærkvöld. Hafdís, sem er oftast kölluð Dísa í World Class, veitti þar góð ráð til ungs fólks sem er að hugleiða að hefja feril í viðskiptum.

Viðskipti með Jóni G. í kvöld:

Líflegir og góðir gestir hjá Jóni G.: Dísa í World Class, Jónas Þór og Guðrún Högna

Það verða líflegir og góðir gestir að venju hjá Jóni G. í kvöld. Hafdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Lauga Spa, Jónas Þór Þorvaldsson, framkvæmdastjóri fasteignarþróunarfélagsins Kaldalón og Guðrún Högnadóttir, framkvælmdastjóri FranklinCovey á Íslandi, mæta í þáttinn til Jóns. Mjög fjölbreyttur þáttur að venju.

Viðskipti með Jóni G. í kvöld:

Kaup og sala Fisk Seafood á bréfum í Brimi: Markaðsvirði Brims yfir 70 milljarða kr.

Kaup Fisk Seafood á yfir 10 prósenta hlut í Brimi síðustu vikurnar, m.a. af Gildi lífeyrissjóði, og sala bréfanna til Útgerðarfélags Reykjavíkur með verulegum hagnaði hefur verið mjög í umræðunni síðustu daga. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, er meirihlutaeigandi í Útgerðarfélagi Reykjavíkur. Greint var frá viðskiptunum sl. mánudag og áætlaði Fréttablaðið í morgun að hagnaður Fisk Seafood væri í kringum 1,3 milljarðar kr. af þessum viðskiptum. Hér má sjá hvernig gengi hlutabréfa í Brimi var við lokun markaða sl. mánudag en markaðsvirðið fór þá yfir 70 milljarða króna.

Viðskipti með Jóni G. í kvöld:

Dísa í World Class er gestur Jóns G. í kvöld: 450 starfsmenn og 44 þúsund viðskiptavinir

Hafdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Lauga Spa, eða Dísa í World Class, eins og hún er jafnan nefnd er gestur Jóns G. í kvöld. Viðtalið við hana er líflegt og skemmtilegt. Hún er lærður danskennari frá New York og segir frá árunum í stórborginni. Fyrirtæki hennar og eiginmannsins, Björns Leifssonar, er allt að því stóriðja; þau eru með 450 manns í vinnu og viðskiptavinirnir eru yfir 44 þúsund. Eins og mörg góð ævintýri byrjaði það árið 1985 sem lítil líkamsræktarstöð á um 300 fermetrum. Núna er World Class á 15 stöðum og auðvitað allt annað dæmi en í upphafi - svo fjölbreyttar eru líkamsræktarstöðvarnar.

Lægstu verðtryggðu vextirnir standa nú í 1,77 prósentum – Lægstu óverðtryggðu vextirnir í 4,6 prósentum

Ásgeir: „Gætum mögulega haldið áfram að lækka vexti“

Ásgeir Jónsson og Ragna Árnadóttir gestir Jóns G. í kvöld

Tap Sýnar jókst um 206 milljónir - „Fyrri spár stóðust engan veginn“

Glíman við samdráttinn: Vaxtalækkun Seðlabankans og voru kjarasamningarnir raunhæfir?

Pink Iceland gengur vel: Annast vel yfir 100 brúðkaup á ári eða á þriðja hverjum degi

Stefnumótun í fyrirtækjum: 95% starfsmanna vita ekkert um stefnu fyrirtækja sinna

Marel á toppnum: fimm verðmætustu fyrirtækin í Kauphöllinni

Markaðir lækkað um allan heim: Úrvalsvísitalan á svipuðum slóðum og í lok apríl

Tugir ef ekki hundruð Íslendinga til Rússlands til að byggja upp þarlendan sjávarútveg