Svava Johansen fer á kostum hjá Jóni G: „Ég er með austfirskt kaupmannsblóð í æðum!“

Viðskipti með Jóni G.

Svava Johansen fer á kostum hjá Jóni G: „Ég er með austfirskt kaupmannsblóð í æðum!“

Svava Johansen, kaupmaður og eigandi  NTC.
Svava Johansen, kaupmaður og eigandi NTC.

Svava Johansen, kaupmaður og eigandi NTC, fer á kostum í þætti Jóns G. og kemur víða við í skemmtilegu spjalli. Hún segist eiga rætur á Höfn í Hornafirði og Reyðarfirði og sé komin af afathafnamönnum fyrir austan. „Pabbi elskaði Reyðarfjörð,“ segir Svava. 

Hún gagnrýnir borgaryfirvöld harðlega og segir þau ekki kunna að reikna, allar framkvæmdir fari fram úr áætlunum. Þá segir Svava að það sé til skammar hvað það taki langan tíma að gera upp götur sem séu rifnar upp í miðbænum. Svava segir:

„Það er hægt að byggja heila íbúðablokk á skemmri tíma en það tekur að endurgera eina götu. Það er byrjað á  að gera upp götu en svo sést oft ekki nokkur maður við vinnu við hana dögum saman. Þetta kemur sér mjög illa fyrir margra kaupmenn.“ 

Svava er  mjög bjartsýn á Hafnartorgið og segir að verslun þar fari mjög vel af stað í GK Reykjavík. Hún ræðir ferilinn og hvernig ævintýrið byrjaði í Sautján við Laugaveginn. Hún segir að Hafnartorgið og hafnarsvæðið geti orðið glæsileg varða á  vegi verslunarsögu á Íslandi. 

Núna rekur Svava 15 verslanir og veltir NTC um 2,3 milljörðum króna á ári og er með 140 starfsmenn í vinnu.

Hún gefur ungu fólki ráð og segir að það eigi að vinna við það sem það hefur áhuga á. „Áhugi og eldmóður skiptir öllu máli í viðskiptum sem og í lífinu.“

Nýjast