Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, hjá Jóni G. - Sala eigna og þriggja milljarða hlutafjárútboð til að fjármagna kaupin á Lykli

Viðskipti með Jóni G. í kvöld:

Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, hjá Jóni G. - Sala eigna og þriggja milljarða hlutafjárútboð til að fjármagna kaupin á Lykli

Sigurður Viðarsson, forstjóri TM.
Sigurður Viðarsson, forstjóri TM.

Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, er gestur Jóns G. í kvöld. Þeir ræða stórkaup TM á fjármálafyrirtækinu Lykli sem fjármagna bæði bíla og tæki. Fram kemur að TM fjármagnar kaupin með nýju þriggja milljarða króna hlutfjárútboði, þar sem núverandi hluthafar hafa forkaupsrétt í fyrstu umferð, sem og með sölu eigna. Sigurður fer yfir þessi kaup með Jóni G. og hvaða áherslubreytingar eru hjá TM með þessum kaupum. Lykill er með um 32 milljarða í útlánum og áætlað er að það sé um 15% af bíla- og tækjalánum, auk þess sem Lykill býður upp á rekstrarleigu og langtímaleigu.

Mjög fróðlegt viðtal við Sigurð um þróunina á tryggingamarkaðnum. Kl. 20:30 í kvöld hér á Hringbraut.

Nýjast