Íslandsbanki sagði upp tuttugu starfsmönnum í morgun

Íslandsbanki sagði upp tuttugu starfsmönnum í morgun

Í morgun sagði Íslandsbanki upp tuttugu starfsmönnum. Meirihluti þeirra sem sagt var upp starfa í höfuðstöðvum bankans og var uppsögnum dreift á deildir. 

Vísir ræddi við Eddu Hermannsdóttur, upplýsingafulltrúa Íslandsbanka sem staðfesti fréttirnar. Greindi hún frá því að um almennar hagræðingaraðgerðir sé verið að ræða til þess að draga úr kostnaði. Þá muni fimm aðrir starfsmenn láta af störfum í september en það sé vegna aldurs.

 

 

 

Nýjast